Hákon Daði keppti á HM U21 í handknattleik

Hákon Daði Styrmisson handknattleiksmaður úr Knattspyrnufélaginu Haukum keppti á Heimsmeistaramóti U21 sem fór fram dagana 17. – 30. júlí sl. í Alsír. Íslenska liðið spilaði um 11. sætið á mótinu við Norðmenn og unnu Norðmenn leikinn 33:27. Íslenska liðið endaði í 12. sæti á mótinu. Hákon Daði skoraði 3 mörk í leiknum við Norðmenn. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.