Breki keppti á EM U20 í körfuknattleik

Breki Gylfason körfuknattleiksmaður Knattspyrnufélaginu Haukum keppti á Evrópumóti U20 dagana 11. – 24. júlí sl. á Krít í Grikklandi. Lokaleikur liðsins var við Þýskaland og tapaði íslenska liðið honum 79:73. Íslenska liðið endaði í 8. sæti á mótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem yngra landslið KKÍ kemst í lokakeppni í A riðli og á möguleika á því að verða Evrópumeistarar. Breki var einn af lykilmönnum liðsins og spilaði mikið. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.