FH tók þátt í þrem umferðum í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu

Karlalið FH í knattspyrnu keppti 12. júlí sl. við Víking í Götu frá Færeyjum í Kaplakrika í annari umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn endaði 1:1, Emil Pálsson skoraði mark FH-inga. Seinni leikurinn fór fram í Færeyjum 18. júlí sl. og endaði 0:2 fyrir FH, Steven Lennon og Þórarinn Ingi Valdimarsson skoruðu mörk FH. FH fór áfram samanlagt 1:3. FH tapaði naumlega 1:0 í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Maribor frá Slóveníu 26. júlí sl. á útivelli. 2. ágúst sl. var leikið í Kaplakrika FH-ingar töpuðu 0:1 fyrir Maribor í þeim leik og samanlagt 0:2. Eftir leikinn átti FH ekki lengur möguleika á því að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FH fór næst í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn fór fram í Kaplakrika við Sporting Braga frá Portúgal 17. ágúst sl., leiknum lauk með sigri Braga 1:2, mark FH skoraði Halldór Orri Björnsson. Seinni leikur liðanna fór fram 24. ágúst sl. í Portúgal, honum lauk með sigri Sporting Braga 3:2, Böðvar Böðvarsson skoraði bæði mörk FH í leiknum. Sporting Braga sigraði samanlagt 5:3 og fer áfram. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti liðið til þátttöku í verkefninu með kr. 2.400.000 framlagi.