Sigurður Dan keppti á EM U17 í handknattleik

Sigurður Dan Óskarsson handknattleiksmaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar keppti á European Open U17 í Gautaborg í Svíþjóð dagana 2. – 8. júlí sl. Íslenska liðið vann Noreg 31-25 og tryggði sér 3. sætið á mótinu. Sigurður Dan varði 20 skot í leiknum. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.