Hilmar Örn keppti á HM í frjálsíþróttum í London

Hilmar Örn Jónsson frjálsíþróttamaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar keppti í sleggjukasti á Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í London dagana 4. – 13. ágúst sl. Hilmar náði sínum næstbesta árangri í sleggjukasti í undankeppni mótsins, kastaði 71,12m við afar erfiðar aðstæður, en allt var á floti á vellinum þegar mótið fór fram. Hilmar endaði í 27. sæti á mótinu og var með yngstu keppendum í sleggjukastkeppni mótsins. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 150.000 til þátttöku í verkefninu.