Andri Sigmarsson Scheving keppti á HM U19 í handknattleik

Andri Sigmarsson Scheving handknattleiksmaður úr Knattspyrnufélaginu Haukum keppti á Heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrir leikmenn 18 ára og yngri dagana 7. – 21. ágúst sl. í Georgíu. Íslenska liðið lék um 9. sætið við Þjóðverja og töpuðu þeim leik 26:37, íslenska liðið endaði í 10. sæti á mótinu. Andri sem er markvörður átti frábært mót, og var með næst hæsta hlutfall varðra skota, hann varði 38,8% skota sem hann fékk á sig. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.