Breki keppti á EM U20 í körfuknattleik

Breki Gylfason körfuknattleiksmaður Knattspyrnufélaginu Haukum keppti á Evrópumóti U20 dagana 11. – 24. júlí sl. á Krít í Grikklandi. Lokaleikur liðsins var við Þýskaland og tapaði íslenska liðið honum 79:73. Íslenska liðið endaði í 8. sæti á mótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem yngra landslið KKÍ kemst í lokakeppni í A riðli og á möguleika á því að verða Evrópumeistarar. Breki var einn af lykilmönnum liðsins og spilaði mikið. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr.

Kári keppti á EM U20 í körfuknattleik

Kári Jónsson körfuknattleiksmaður Knattspyrnufélaginu Haukum keppti á Evrópumóti U20 dagana 11. – 24. júlí sl. á Krít í Grikklandi. Lokaleikur liðsins var við Þýskaland og tapaði íslenska liðið honum 79:73. Íslenska liðið endaði í 8. sæti á mótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem yngra landslið KKÍ kemst í lokakeppni í A riðli og á möguleika á því að verða Evrópumeistarar. Kári var einn af lykilmönnum liðsins og spilaði mikið. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr.

Hákon Daði keppti á HM U21 í handknattleik

Hákon Daði Styrmisson handknattleiksmaður úr Knattspyrnufélaginu Haukum keppti á Heimsmeistaramóti U21 sem fór fram dagana 17. – 30. júlí sl. í Alsír. Íslenska liðið spilaði um 11. sætið á mótinu við Norðmenn og unnu Norðmenn leikinn 33:27. Íslenska liðið endaði í 12. sæti á mótinu. Hákon Daði skoraði 3 mörk í leiknum við Norðmenn. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.

Grétar Ari keppti á HM U21 í handknattleik

Grétar Ari Guðjónsson handknattleiksmaður úr Knattspyrnufélaginu Haukum keppti á Heimsmeistaramóti U21 sem fór fram dagana 17. – 30. júlí sl. í Alsír. Íslenska liðið spilaði um 11. sætið á mótinu við Norðmenn og unnu Norðmenn leikinn 33:27. Íslenska liðið endaði í 12. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.

Hilmar Örn keppti á EM U23 í frjálsíþróttum

Hilmar Örn Jónsson frjálsíþróttamaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar keppti í sleggjukasti á Evrópumeistaramótinu 22 ára og yngri sem fór fram dagana 13. – 16. júlí sl. í Bydgoszcz í Póllandi. Hilmar Örn kastaði 68,09m í forkeppni 13. júlí og 69,96m í úrslitakeppninni 14. júlí og varð í 7. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.

Arna Stefanía með bronsverðlaun á EM U23 í frjálsíþróttum

Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar keppti í 400m grindahlaupi á Evrópumeistaramótinu 22 ára og yngri sem fór fram dagana 13. – 16. júlí sl. í Bydgoszcz í Póllandi. Arna Stefanía hljóp forkeppni 14. júlí á tímanum 57,45 sek., undanúrslit 15. júlí á tímanum 57,02 sek. og úrslitahlaup 16. júlí á tímanum 56,37 sek. sem er hennar ársbesti tími, hún endaði í endaði í 3. sæti og vann til bronsverðlauna á mótinu.

Vigdís keppti á EM U23 í frjálsíþróttum

Vigdís Jónsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar keppti í sleggjukasti á Evrópumeistaramótinu 22 ára og yngri sem fór fram dagana 13. – 16. júlí sl. í Bydgoszcz í Póllandi. Vigdís kastaði 57,40m og varð í 27. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hana um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.

Tímar til leigu fyrir almenningsíþróttahópa

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar leigir út tíma í íþróttahúsi Víðistaðaskóla (stærð 16 x 27m), íþróttahúsi Setbergsskóla (stærð 13,5 x 24m) og íþróttahúsi Hraunvallaskóla (stærð 13 x 25m) í vetur fyrir almenningshópa. Leigutímabil er frá september til desember og frá janúar til maí. 

Tímar verða næst leigðir út frá 1. september 2017 fyrir almenningshópa:

23. ágúst 2017 eru eftirtaldir tímar lausir:

Íþróttahús Setbergsskóla:

fös kl. 18.00-19.00

fös kl. 19.00-20.00

fös kl. 20.00-21.00

fös kl. 21.00-22.00

Íþróttahús Hraunvallaskóla:

Katarína keppti á EM unglinga í sundi

Katarína Róbertsdóttir sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar keppti á Evrópumeistaramóti unglinga dagana 28. júní – 2. júlí sl. í Netanya í Ísrael. Hún tók þátt í 50m baksundi og synti á tímanum 31.55 sek. sem var nálægt hennar besta tíma í greininni sem er 30.88 sek. Í 100m baksundi náði hún tímanum 1:08.93 mín, en á best 1:06.07 mín í þeirri grein. Þetta var fyrsta stórmót Katarínu og var hún eini Íslendingurinn sem tók þátt í mótinu.

Guðrún Brá tók þátt í EM einstaklinga í golfi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili keppti á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fór fram dagana 26. – 29. júlí sl. í Lausanne í Sviss. Guðrún náði einum besta árangri sem íslenkur kylfingur hefur náð í áhugamannagolfi þegar hún endaði í 4. sæti á mótinu.