Predrag á EM í sundi

Predrag Milos sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi 3. – 8. ágúst sl. Mótið fór fram í Glasgow. Predrag keppti í 50m skriðsundi og synti nálægt sínum besta tíma. Hann endaði í 47. sæti á tímanum 23,21 sek. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin með fréttinni er af Predrag.  

Anton Sveinn á EM í sundi

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi dagana 3. – 8. ágúst sl. í Glasgow. Anton Sveinn keppti í 100m bringusundi. Í undanrásum synti hann á tímanum 1.00.90 mínútum og í undanúrslitum synti hann á tímanum 1.00.45 mínútum og endaði í 13. sæti á nýju Íslandsmeti. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu.

FH tók þátt í tveimur umferðum í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu

Karlalið FH í knattspyrnu keppti 12. júlí sl. við finnska liðið Lahti á útivelli í 1. umferð Evrópudeildarinnar. FH vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Halldór Orri Björnsson gerði fyrsta mark FH á 4. mínútu leiksins. Annað mark FH skoraði Steven Lennon á 18. mínútu og þriðja markið gerði Robbie Crawford í uppbótartímanum. Seinni leikur liðanna var 19. júlí sl. í Kaplakrika. Endaði sá leikur með markalausu jafntefli. Í 2.

Birgir Már á EM U-20 í handknattleik

Birgir Már Birgisson handknattleiksmaður FH tók þátt í Evrópumeistaramóti í flokki U20 í handknattleik dagana 18. – 30. júlí sl. í borginni Celje í Slóveníu. Birgir Már var einn af lykilmönnum liðsins. Liðinu gékk vel á mótinu og var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Liðið endaði í 7. sæti á mótinu og tryggði sér þátttökurétt á næsta HM sem verður haldið á Spáni 2019. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti Birgi Má til þátttöku á mótinu um kr. 70.000.

Birgir á EM unglinga í borðtennis

Birgir Ívarsson borðtennismaður úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í borðtennis 15. – 24. júlí sl. Mótið fór fram í borginni Cluj í Rúmeníu í Polyvalent íþróttahöllinni. Birgir keppti í liðakeppni, tvíliðakeppni og einstaklingskeppni. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin er af Birgi á keppnisstað.

Magnús Gauti á EM unglinga í borðtennis

Magnús Gauti Úlfarsson borðtennismaður úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í borðtennis sem var haldið dagana 15. – 24. júlí sl. Mótið var haldið í borginni Cluj Napoca í Rúmeníu í Polyvalent íþróttahöllinni. Magnús keppti í liðakeppni, tvíliðaleik og einliðaleik í Junior flokki 16 – 18 ára. Í liðakeppninni voru fjórir keppendur í liði og töpuðu Magnús og félagar öllum leikjum.

Nýjar reglur um frístundastyrk með sérákvæði

Fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkt þann 11. júlí sl.

Sara Rós og Nicoló kepptu á EM í 10 dönsum og EM í latín dönsum

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicoló Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á Evrópumeistaramóti fullorðinna í 10 dönsum í borginni Brno í Tékklandi 10. mars 2018. Parið dansaði 6 umferðir á mótinu með 20 mínútna millibili og náði þeim glæsilega árangri að enda í 6. sæti á mótinu. Sigurvegarar mótsins voru þau Konstantin Gorodilov og Domenica Bergmannova frá Eistlandi.

Javier og Ásdís Ósk kepptu á EM í latín dönsum

Javier Fernandez og Ásdís Ósk Finnsdóttir Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á Evrópumeistaramóti í latín dönsum 12. maí sl. í Fönixhöllinni í borginni Debrecen í Ungverjalandi. Þau enduðu í 60. sæti af 63 pörum. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk að upphæð kr. 70.000 hvoru til þátttöku í verkefninu. Myndin er af parinu á keppnisstað.

Úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH

Fimmtudaginn 31. maí fór fram úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli ÍBH, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Úthlutunin fór fram í höfuðstöðvum Rio Tinto á Íslandi í Straumsvík. Samningur hefur verið í gildi frá árinu 2001 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjaðarbæjar. Samningar hafa verið gerðir til þriggja ára í senn og er nýjasti samningurinn frá árinu 2017 og lýkur honum í árslok 2019.