Magnús Gauti á EM unglinga í borðtennis
Magnús Gauti Úlfarsson borðtennismaður úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í borðtennis sem var haldið dagana 15. – 24. júlí sl. Mótið var haldið í borginni Cluj Napoca í Rúmeníu í Polyvalent íþróttahöllinni. Magnús keppti í liðakeppni, tvíliðaleik og einliðaleik í Junior flokki 16 – 18 ára. Í liðakeppninni voru fjórir keppendur í liði og töpuðu Magnús og félagar öllum leikjum. Í tvíliðaleik keppti Magnús með Birgi og sigruðu þeir Aserbaídsjan í fyrsta leik og töpuðu fyrir Svíum. Í einliðaleik sigraði Magnús keppanda frá Aserbaídsjan í fyrsta leik og tapaði á móti keppanda frá Ungverjalandi. Afreksmannasjóður ÍBH veitti Magnúsi styrk til þátttöku í mótinu að upphæð kr. 70.000. Myndin er af Magnúsi á keppnisstað.