Framlenging sérstakra frístundastyrkja fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum

Félags- og barnamálaráðherra hefur framlengt sérstaka frístundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og verður nú hægt að sækja um styrki út árið 2021. Þá hefur ráðuneytið einnig gengið frá samningi við Abler um að hægt verði að sækja um styrkina með sambærilegum hætti og hefðbundinn frístundastyrk sem sveitarfélögin veita, eða við skráningu barns í íþrótt eða tómstund í gegnum rafrænt skráningarkerfi Sportabler.

Skóflustunga tekin að nýrri reiðhöll

Laugardaginn 17. júlí 2021 var tekin skóflustunga að nýrri reiðhöll hjá Hestamannafélaginu Sörla. Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar tók hana ásamt þeim Guðbirni Svavari Kristjánssyni og Viktoríu Huld Hannesdóttur. Lokahönnun reiðhallarinnar ásamt þjónustumannvirki stendur yfir og að því búnu verður verkið auglýst og boðið út.

Skýrsla um ársreikninga, félaga og iðkendur

ÍBH er búið að taka saman skýrslu úr Felixkerfi ÍSÍ um ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH, frá árinu 2019 starfsskýrsla ÍSÍ 2020, skýrsluna má sjá hér.

Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær afhenda íþróttastyrki

Afhending íþróttastyrkja fór fram mánudaginn 7. júní sl. fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH. Athöfnin fór að þessu sinni fram í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Birna Pála Kristinsdóttir fulltrúi fyrirtækisins Rio Tinto, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH undirrituðu samning fyrir árið 2021 og afhendu fulltrúum aðildarfélaga ÍBH styrkina. Myndirnar voru teknar við athöfnina.

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkir á sumarnámskeið - til 31. júlí 2021

Nú gildir sérstakur íþrótta- og tómstundarstyrkur á sumarnámskeið!

Hjólað í vinnuna 2021 hefst 5. maí

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2021 hefjist í nítjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 5. - 25. maí. Opnað verður fyrir skráningu þann 21. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks

Skóflustunga að nýju knattspyrnuhúsi Hauka

12. apríl sl. á 90 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Hauka var tekin skóflustunga að nýju knattspyrnuhúsi í fullri stærð. Húsið mun rísa á því svæði sem grasvöllur félagsins er á í dag. Athöfnin var lágstemd vegna samkomutakmarkana í þjóðfélaginu. Myndirnar sýna bæjarstjórann í Hafnarfirði Rósu Guðbjartsdóttir sem m.a.

Breytingar á reglugerð Afrekssjóðs ÍBH

Eftirfarandi breytingar voru samþykktar á fundi stjórnar Afrekssjóðs ÍBH þann 26. janúar 2021. Fjölga hámarki umsókna um ferðastyrki með félagsliði og landsliði úr 4 í 6. Hækka upphæðir, landsliðsferð úr kr. 30.000 í kr. 40.000, ferð með félagsliði úr kr. 25.000 í kr. 30.000, fararstjórastyrkur úr kr. 70.000 í kr. 80.000, EM félagsliða, kr. 240.000 í kr. 300.000, kr. 400.000 í kr. 500.000, kr. 560.000 í kr. 660.000, kr. 800.000 í kr. 1000.000, kr. 1000.000 í kr. 1.200.000, kr. 1.200.000 í kr.

Vorfjarnám - þjálfaramenntun ÍSÍ

Á þitt barn rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk? Is your child entitled to a special leisure grant?