Gleðileg jól

Íþróttabandalagið í Hafnarfirði óskar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember 2023

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn með okkur. 

ÍBH afhendir Haukum Hvatningarverðlaun UMFÍ

Hvatningarverðlaun UMFÍ 2023 hlutu þrjú íþróttahéruð. Íþróttabandalagið í Hafnarfirði (ÍBH) var eitt þeirra. UMFÍ veitti ÍBH Hvatningarverðlaunin fyrir gott starf Knattspyrnufélagsins Hauka. Verðlaunin eru veitt Haukum fyrir að setja á fót og fylgja eftir starfi körfuknattleiksdeildar Hauka – Special Olympics.

ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS

Íslendingar eru  hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.

Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur í annað sinn samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2023. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari tilnefningu.

Saga ÍBH í 70 ár 1945 - 2015

Saga ÍBH í 70 ár 1945 - 2015 er komin út. Verkið verður aðeins birt rafrænt á heimasíðu ÍBH. ibh.is, saga (flipi vinstra megin á síðunni). Tengill á sögu ÍBH Saga | ÍBH (ibh.is)

Tímamótatillaga samþykkt á 53. sambandsþingi UMFÍ

Tímamótatillaga var samþykkt á 53. sambandsþingi UMFÍ 21. október sl. Hún felur í sér stofnun svæðaskrifstofa íþróttahéraða víða um land í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og stjórnvöld. Af lottógreiðslum til UMFÍ / ÍSÍ fari 15% til reksturs svæðaskrifstofanna og 85% til íþróttahéraða eftir íbúafjölda yngri en18 ára.

Samkvæmt tillögunni verður komið á fót átta svæðastöðvum með sextán stöðugildum sem munu þjónusta íþróttahéruð landsins með samræmdum hætti.

Sambærileg tillaga hafði í maí 2023 verið samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ.

ÍBH hlýtur hvatningarverðlaun UMFÍ

Þrjú hlutu hvatningarverðlaun UMFÍ

Hvatningarverðlaun UMFÍ voru veitt vegna sjálfboðaliða Tindastóls, verkefna Þróttar sem nær til nýrra markhópa og Special Olympics hjá Haukum. Ungmennasamband Skagafjarðar, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hljóta viðurkenningarnar. 

Landsátak í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. 

Íþróttastyrkjum frá Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæ úthlutað

Mánudaginn 5. júní 2023 fór fram afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) með athöfn í Álverinu í Straumsvík. Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði afhentu styrkina.

53. þing ÍBH 2023

53. þing ÍBH var haldið fimmtudaginn 11. maí sl. í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og er við Strandgötu í Hafnarfirði. 68 fulltrúar frá aðildarfélögum ÍBH tóku þátt í þinginu auk gesta. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH setti þingið.