Birgir Már á EM U-20 í handknattleik

Birgir Már Birgisson handknattleiksmaður FH tók þátt í Evrópumeistaramóti í flokki U20 í handknattleik dagana 18. – 30. júlí sl. í borginni Celje í Slóveníu. Birgir Már var einn af lykilmönnum liðsins. Liðinu gékk vel á mótinu og var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Liðið endaði í 7. sæti á mótinu og tryggði sér þátttökurétt á næsta HM sem verður haldið á Spáni 2019. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti Birgi Má til þátttöku á mótinu um kr. 70.000.

Birgir á EM unglinga í borðtennis

Birgir Ívarsson borðtennismaður úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í borðtennis 15. – 24. júlí sl. Mótið fór fram í borginni Cluj í Rúmeníu í Polyvalent íþróttahöllinni. Birgir keppti í liðakeppni, tvíliðakeppni og einstaklingskeppni. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin er af Birgi á keppnisstað.

Magnús Gauti á EM unglinga í borðtennis

Magnús Gauti Úlfarsson borðtennismaður úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í borðtennis sem var haldið dagana 15. – 24. júlí sl. Mótið var haldið í borginni Cluj Napoca í Rúmeníu í Polyvalent íþróttahöllinni. Magnús keppti í liðakeppni, tvíliðaleik og einliðaleik í Junior flokki 16 – 18 ára. Í liðakeppninni voru fjórir keppendur í liði og töpuðu Magnús og félagar öllum leikjum.

Nýjar reglur um frístundastyrk með sérákvæði

Fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkt þann 11. júlí sl.

Sara Rós og Nicoló kepptu á EM í 10 dönsum og EM í latín dönsum

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicoló Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á Evrópumeistaramóti fullorðinna í 10 dönsum í borginni Brno í Tékklandi 10. mars 2018. Parið dansaði 6 umferðir á mótinu með 20 mínútna millibili og náði þeim glæsilega árangri að enda í 6. sæti á mótinu. Sigurvegarar mótsins voru þau Konstantin Gorodilov og Domenica Bergmannova frá Eistlandi.

Javier og Ásdís Ósk kepptu á EM í latín dönsum

Javier Fernandez og Ásdís Ósk Finnsdóttir Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á Evrópumeistaramóti í latín dönsum 12. maí sl. í Fönixhöllinni í borginni Debrecen í Ungverjalandi. Þau enduðu í 60. sæti af 63 pörum. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk að upphæð kr. 70.000 hvoru til þátttöku í verkefninu. Myndin er af parinu á keppnisstað.

Úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH

Fimmtudaginn 31. maí fór fram úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli ÍBH, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Úthlutunin fór fram í höfuðstöðvum Rio Tinto á Íslandi í Straumsvík. Samningur hefur verið í gildi frá árinu 2001 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjaðarbæjar. Samningar hafa verið gerðir til þriggja ára í senn og er nýjasti samningurinn frá árinu 2017 og lýkur honum í árslok 2019.

Fulltrúaráðsfundur ÍBH haldinn 5. maí sl.

Laugardaginn 5. maí sl. hélt Íþróttabandalagið í Hafnarfirði fulltrúaráðsfund í Apótekinu í Hafnarborg. Fundurinn hófst kl. 9.00 og lauk um hálf tvö. Fulltrúar frá 16 félögum af 19 mættu til fundarins. Dagskrá fundarins var eftirfarandi, formaður ÍBH Hrafnkell Marinósson setti fundinn og var fundarstjóri á fundinum. Magnús Gunnarsson og Þórunn Ansnes mynda nefnd innan stjórnar ÍBH um viðbragðsteymi innan íþróttafélaga.

Leo keppti á HM unglinga í taekwondo

Leo Anthony Speight úr Fimleikafélaginu Björk keppti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti unglinga í taekwondo. Mótið fór fram í borginni Hammamet í Túnis 12. apríl sl. Fyrr á árinu varð Leo bæði Norðurlandameistari og Íslandsmeistari í -67 kg flokki unglinga. Þrátt fyrir að vera bæði Norðurlandameistari og Íslandsmeistari kom Leo inn í þetta verkefni frekar seint vegna meiðsla og var því þegar kominn keppandi frá Íslandi í hans þyngdarflokk.

Nýr körfuknattleikssalur vígður á Ásvöllum

Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Hauka setti athöfn í tilefni opnunarinnar og stýrði henni. Á 87 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Hauka 12. apríl sl. var vígður glæsilegur íþróttasalur með löglegum körfuknattleiksvelli og nefndur Ólafssalur eftir Ólafi heitnum Rafnssyni fyrrum forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og körfuknattleiksmanni úr Haukum. Salurinn verður einnig notaður fyrir skólaíþróttir grunnskólanna og mun leysa úr brýnni þörf á íþróttaaðstöðu fyrir Hauka.