Nicolo og Sara Rós tóku þátt í EM í standard dönsum 2018

Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á EM í standard dönsum 2018 sem fór fram 17. febrúar sl. í Kaupmannahöfn í Danmörku samhliða dansmótinu Copenhagen Open. Á mótinu dönsuðu þau 2 umferðir og enduðu í 37. sæti á mótinu, jöfn öðru pari. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau um kr. 70.000 hvort til þátttöku í verkefninu. Myndin sýnir dansparið í keppni.

Nýjar reglur um niðurgreiðslur / frístundastyrk frá 1. janúar 2018 - breytingar 11. apríl 2018

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 11. apríl 2018 að hækka aldursviðmið frístundastyrksins frá og með síðustu áramótum þannig að börn sem á þessu ári verða 18 ára hafi rétt á styrknum út árið. Nýjar reglur má sjá hér.

Samningur ÍSÍ og Air Iceland Connects (AIC)

Samningurinn gildir til 1. febrúar 2019.

Íþróttahópar munu bóka eins og áður í gegnum hópadeild AIC.

Breytingar eru á bókunum einstaklinga. Þær bókanir eru nú í höndum félaganna sjálfra í gegnum bókunarsíðu AIC. Til að virkja afslátt fyrir einstaklingsbókanir þarf að fá inneignarnúmer (kóða) á skrifstofu ÍSÍ. Hvert inneignarnúmer jafngildir 2.500 króna inneign. Einungis er hægt að nota eitt inneignarnúmer á fluglegg.

Hádegisfundur ÍSÍ 23. mars nk. - Afhverju íþróttamælingar

Föstudaginn 23. mars kl: 12:10 mun Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt við Háskólann í Reykjavíik fara yfir samstarf íþróttafræðisviðs HR og nokkurra sérsambanda innan ÍSÍ. Afhverju að framkvæma mælingar? Hverju eiga þær að skila? Hvað á að gera við gögnin?
Hvernig fer samstarf háskóla og landsliðsþjálfara fram?

Sveinn mun svara þessum spurningum og fleirum ásamt því að fjalla um hvernig mælingarnar fara fram og hvað er verið að mæla.

Hádegisfundurinn verður haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, E - sal, og er opinn öllum meðan húsrúm leyfir. 

Reglur fyrir niðurgreiðslur / frístundastyrk í íþróttir og tómstundir fyrir 67 ára og eldri

Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt nýjar reglur um niðurgreiðslur í íþrótta- og tómstundastarf fyrir eldri bæjarbúa sem gilda frá 1. janúar 2018, þær má sjá nánar hér.

Nýjar reglur um niðurgreiðslur / frístundastyrk frá 1. janúar 2018

Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt nýjar reglur um niðurgreiðslur / frístundastyrk í íþróttir og tómstundir fyrir börn 6-18 ára. Niðurgreiðslan er kr. 4000 á mánuði á barn. Reglurnar má sjá hér.

Ársreikningar, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2016 samkvæmt starfsskýrslu ÍSÍ 2017

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar tekur árlega saman skýrslu úr Felix félagakerfi ÍSÍ. Iðkanir eru samtals 13.365, 61,26% eru karlar, 38,74% konur. Fimleikafélag Hafnarfjarðar er með flestar iðkanir eða 3099. Flestir iðka knattspyrnu eða 2197. Iðkendur eru í fyrsta skipti flokkaðir í 17 ára og yngri og 18 ára og eldri. Hægt er að skoða skýrsluna nánar hér.

Breytingar á reglugerð Afreksmannasjóðs ÍBH frá 1. janúar 2018

Helstu breytingarnar eru þær að afreksstyrkir fullorðinna lækka úr kr. 150.000 í kr. 70.000 á verkefni og hver einstaklingur getur að hámarki sótt um þrjú verkefni á ári. Afreksstyrkir unglinga og ungmenna hækka úr kr. 60.000 á verkefni í kr. 70.000 á verkefni og hver einstaklingur getur að hámarki sótt um þrjú verkefni á ári. Afreksstyrkir EM félagsliða og allir ferðastyrkir verða óbreyttir. Líkamsræktarstyrkir fyrir unga og efnilega íþróttamenn verða lagðir af. Breytt reglugerð Afreksmannasjóðs ÍBH tók gildi frá og með 1.

Fjölþætt heilsurækt í Hafnarfirði - kynningarefni

Hér er að finna auglýsingu vegna kynningarfundarins sem haldinn verður fimmtudaginn 25. janúar vegna heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa í Hafnarfirði. 
 
Heimasíðan okkar er www.heilsuefling.is 
LInkur inná Facebook síðuna er: https://www.facebook.com/janusheilsuefling/  

Yfirlýsing frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi.
Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart konum um allan heim og þá oft í krafti valds eða stöðu þess sem því beitir.