Lífshlaupið 2018 hefst 31. janúar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2018 hefst 31. janúar.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar 2017

Fór fram miðvikudaginn 27. desember sl. í Íþróttahúsinu við Strandgötu að viðstöddu fjölmenni. Alls voru 429 Íslandsmeistarar heiðraðir. Frjálsíþróttadeild FH átti 114 Íslandsmeistara, sunddeild SH átti 65 Íslandsmeistara og handknattleiksdeild Hauka átti 45 Íslandsmeistara, önnur félög og deildir áttu færri Íslandsmeistara 2017.

Undirritun samnings um eflingu íþróttastarfs yngri iðkenda í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Rio Tinto á Íslandi hf undirrituðu miðvikudaginn 27. desember sl. á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar samning um eflingu íþróttastarfs yngri en 18 ára iðkenda íþróttafélaganna í Hafnarfirði og er þetta sjötti samningurinn sem þessir aðilar gera um eflingu íþróttastarfs yngri iðkenda í Hafnarfirði. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2017 og út árið 2019. Árið 2017 greiðir hvor aðili kr. 9.000.000 á ári.

ÍSÍ bikarinn 2017

Frjálsíþróttadeild FH hlýtur ÍSÍ bikarinn 2017. Bikarinn er afhendur því félagi eða íþróttadeild sem skarar framúr í félagslegri uppbyggingu og íþróttalegum árangri. Með nýju innanhúss mannvirki í Kaplakrika hefur iðkendum í öllum aldurshópum beggja kynja fjölgað jafnt og þétt. Íþróttadeildin á flesta Íslandsmeistaratitla í Hafnarfirði 2017 og koma þeir úr öllum aldurshópum beggja kynja.

Afrekslið Hafnarfjarðar 2017

Afrekslið Hafnarfjarðar 2017 er meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Liðið komst í úrslitakeppni fjögurra liða í bikarkeppninni og í úrslitaleik á Íslandsmótinu þar sem liðið endaði í öðru sæti. Liðið tók einnig þátt í Evrópukeppni félagsliða og spilaði 3 umferðir sem gengu vel og voru æsispennandi. Liðið tapaði á útivallarreglu í 3 umferðinni og rétt missti af riðlakeppni Evrópukeppninnar.

Arna Stefanía og Róbert Ísak íþróttafólk Hafnarfjarðar 2017

Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar sem fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu miðvikudaginn 27. desember sl. voru Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði og Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar kjörin íþróttafólk Hafnarfjarðar 2017. Myndin sýnir Róbert Ísak, Örnu Stefaníu og Karólínu Helgu Símonardóttur formann íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðarbæjar.

 

 

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar 2017

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar 2017

Fer fram miðvikudaginn 27. desember kl. 18.00 í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Dagskrá

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram 18. júní 2017

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 28. sinn sunnudaginn 18. júní. Hlaupið verður á fjölmörgum stöðum hérlendis sem og erlendis. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu.

Glæsilegur árangur íþróttamanna í hafnfirskum félögum á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikarnir 2017 voru haldnir í San Marínó dagana 29. maí – 3. júní sl. 13 keppendur úr aðildarfélögum ÍBH tóku þátt í leikunum.

Fjórir keppendur voru í sundi frá Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Afreksstyrkur veittur til Söru Rósar og Nicolo vegna EM í standard dönsum

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á EM í standard dönsum sem haldið var í borginni Olomouc í Tékklandi 19. maí sl. 60 pör tóku þátt í mótinu og enduðu þau í 32. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 150.000 hvoru. Myndin sýnir parið í keppni.