Afreksstyrkur veittur til Sigurðs Más og Mariiu vegna EM í standard dönsum

Sigurður Már Atlason og Mariia Baikova Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í EM í standard dönsum sem fór fram í borginni Olomouc í Tékklandi 19. maí sl. 60 pör tóku þátt í keppninni og enduðu þau í 47. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk að upphæð kr. 150.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin er af parinu í keppni.

Tinna fær afreksstyrk vegna EM í áhaldafimleikum

Tinna Óðinsdóttir Fimleikafélaginu Björk tók þátt í EM í áhaldafimleikum sem fór fram í borginni Cluj í Rúmeníu dagana 14. – 24. apríl sl. Keppendur voru frá 37 þjóðum á mótinu þar sem aðeins var keppt í einstaklingskeppni, 168 karlar og 106 konur voru keppendur á mótinu. Tinna endaði í 64. sæti í fjölþraut, 77. sæti á stökki, 66. sæti á tvíslá, 84. sæti á slá og 69. sæti á gólfi. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti verkefnið að upphæð kr. 150.000.

Mariia og Sigurður Már fá afreksstyrk vegna EM í latin dönsum

 

Nicolo og Sara Rós fá afreksstyrk vegna EM í latin dönsum

Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í EM í latin dönsum 15. apríl sl. í Cambrils á Spáni. 69 pör tóku þátt í keppninni, en tvö bestu pörin frá hverju landi fá keppnisrétt. Þau enduðu í 52. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk að upphæð kr. 150.000 hvoru til þátttöku í mótinu. Myndin er af parinu í keppni.

Heiðranir á 50. þingi ÍBH

Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Magnús Gunnarsson stjórnarmaður ÍBH hengdu silfurmerki bandalagsins í 24 einstaklinga sem skarað hafa fram úr í störfum fyrir íþróttahreyfinguna í Hafnarfirði í að minnsta kosti áratug. Íþróttafélögin tilnefna fólk úr sínum röðum til stjórnar ÍBH. Myndin sýnir einstaklingana sem tóku á móti heiðurviðurkenningum ÍBH eða fulltrúa þeirra.

 

 

 

Þinggerð 50. þings ÍBH er komin út

Þinggerð 50. þings ÍBH sem var haldið 20. maí sl. í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu er komin út. Hægt er að lesa hana undir flipanum 50. þing ÍBH 2017, efst á heimasíðu ÍBH hægra megin eða hér.

Kosið í stjórn ÍBH og Hrafnkell endurkjörinn formaður á þingi ÍBH

50. þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór fram laugardaginn 20. maí sl. í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu. Á þinginu var kosin átta manna stjórn, en síðasta stjórn var fulltrúastjórn allra aðildarfélaga ÍBH.

Golfklúbburinn Keilir 50 ára

Golfklúbburinn Keilir hélt veglega afmælisveislu laugardaginn 6. maí, en félagið varð 50 ára 25. apríl sl. Golfvöllurinn á Hvaleyrinni var tekinn í notkun sumarið 1967 og hefur aðstaða til golfiðkunar og félagsstarfa verið bætt jafnt og þétt á hverju ári og er afar glæsileg í dag. Í dag eru skráðir iðkendur hjá Golfklúbbnum Keili 1325. Formaður Keilis er Arnar Borgar Atlason. Fjölmenni mætti til veislunnar og færði félaginu gjafir og góðar kveðjur.

Nýjar reglur um niðurgreiðslur tóku gildi 1. janúar 2017

Nýjar reglur um niðurgreiðslur / frístundastyrk tóku gildi 1. janúar sl. Það sem er nýtt í þessum reglum eru breytingar varðandi greiðslukvittanir. Reglurnar er hægt að lesa nánar hér.

Skýrsla um ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur tekið saman í skýrslu ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2015 samkvæmt starfsskýrslum ÍSÍ 2016. Skýrsluna er hægt að lesa hér.