Unglingalandsmót UMFÍ Borgarnesi 2016

19. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið um verslunarmannahelgina frá fimmtudeginum 28. júlí til mánudagsins 1. ágúst. Setning mótsins fór fram föstudagskvöldið 29. júlí á íþróttavellinum í Borgarnesi að viðstöddu fjölmenni.

Tinna fær afreksstyrk vegna EM kvenna

Tinna Óðinsdóttir fimleikakona úr Fimleikafélaginu Björk fékk afreksstyrk að upphæð kr. 150.000 vegna þátttöku á Evrópumóti kvenna í áhaldafimleikum sem fór fram 1. júní sl í Bern í Sviss. Kvennalandsliðið náði afar góðum árangri og hefur aldrei áður endað ofar í keppninni. Liðið varð efst allra Norðurlandaþjóða og endaði í 14. sæti með 150,955 stig. Tinna keppti á slá og á gólfi. 3 liðsmenn af 5 fá að keppa á hverju áhaldi.

Afreksstyrkur vegna EM kvenna til Sigríðar Hrannar

Afreksmannasjóður ÍBH veitti Sigríði Hrönn Bergþórsdóttur fimleikakonu úr Fimleikafélaginu Björk afreksstyrk að upphæð kr. 150.000 vegna þátttöku á Evrópumóti kvenna í áhaldafimleikum sem fór fram 1. júní sl í Bern í Sviss. Kvennalandsliðið náði afar góðum árangri og hefur aldrei áður endað ofar í keppninni. Liðið varð efst allra Norðurlandaþjóða og endaði í 14. sæti með 150,955 stig. Sigríður keppti í stökki og á gólfi.

Margrét Lea fær afreksstyrk vegna EM unglinga

Margrét Lea Kristinsdóttir fimleikakona úr Fimleikafélaginu Björk fær afreksstyrk úr Afreksmannasjóði ÍBH að upphæð kr. 60.000 vegna þátttöku á Evrópumóti unglinga í áhaldafimleikum sem fór fram 1. júní sl í Bern í Sviss. Margrét Lea og liðsfélagar hennar í unglingalandsliði FSÍ stóðu sig vel á mótinu og öðluðust dýrmæta reynslu. Margrét Lea varð næst stigahæst í íslenska liðinu með 46.265 sem gaf henni 57. sætið.

10,8 milljónir fyrir barna- og unglingastarfið

Þriðjudaginn 7. júní veittu fulltrúar 10 hafnfirskra íþróttafélaga íþróttastyrkjum fyrir 16 ára og yngri móttöku frá Rio Tinto Alcan og Hafnarfjarðarbæ við athöfn í Straumsvík.

Eftirtalin íþróttafélög hlutu styrk:

Hrafnhildur fær afreksstyrk vegna EM í London

Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt á Evrópumótinu í 50 metra laug í London sem fór fram dagana 16. – 22. maí 2016. Árangur Hrafnhildar á mótinu var glæsilegur og vann hún til þrennra verðlauna. Hrafnhildur byrjaði á að vinna silfurverðlaun í 100m bringusund á tímanum 1:06,45 mín sem er nýtt Íslandsmet. Önnur verðlaun Hrafnhildar voru bronsverðlaun í 200m bringusundi á tímanum 2:22,96 mín og nýju Íslandsmeti.

Frábærum árangri Hrafnhildar á EM fagnað

Þriðjudaginn 24. maí sl stóðu Íþróttabandalagið í Hafnarfirði, Sundfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær fyrir móttöku í Ásvallalaug til heiðurs Hrafnhildar Lúthersdóttur sundkonu úr SH. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 100m bringusundi og 50m bringusund og bronsverðlauna í 200m bringusundi á Evrópumóti í sundi í 50m laug í London. Hrafnhildur var heiðruð með gjöfum og blómum.

Haukar 85 ára og taka skóflustungu að nýjum íþróttasal

Knattspyrnufélagið Haukar hélt upp á 85 ára afmæli sitt með glæsilegri hátíð á Ásvöllum 12. apríl sl. Formaður Hauka Samúel Guðmundsson og bæjarstjórinn í Hafnarfirði Haraldur Líndal Haraldsson byrjuðu hátíðina á því að undirrita bæði nýjan rekstrar- og þjónustusamning við félagið. Síðan tóku þeir skóflustungu að nýjum íþróttasal sem verður 36m x 44m að stærð, með tveimur fullstórum æfingavöllum fyrir körfuknattleik, með möguleika á keppnisvelli með áhorfendasvæði allt í kring.

Drög að 70 ára sögu ÍBH

Hér fyrir neðan er textaskjal sem inniheldur drög að 70 ára sögu Íþróttabandalags Hafnarfjarðar sem Jóhann Guðni Reynisson hefur tekið saman. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur ákveðið að hafa skjalið opið í mánuð frá og með 6. apríl 2016 til og með 6. maí 2016 til ábendinga og athugasemda fyrir núverandi og fyrrverandi íþróttaforystufólk í Hafnarfirði. Vinsamlega sendið allar fyrirspurnir til Jóhanns Guðna Reynissonar á netfangið johanngr1@simnet.is.

Velheppnað Felixnámskeið haldið fyrir aðildarfélög ÍBH

Þriðjudaginn 5. apríl sl hélt Óskar Örn Guðbrandsson verkefnisstjóri Felix og tölvumála hjá ÍSÍ námskeið um Felixkerfið, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ fyrir aðildarfélög ÍBH í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Sjö aðilar mættu á námskeiðið frá Siglingaklúbbnum Þyt, Íþróttafélaginu Firði, Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar og Hjólreiðafélaginu Bjarti.