Heiðranir á 50. þingi ÍBH

Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Magnús Gunnarsson stjórnarmaður ÍBH hengdu silfurmerki bandalagsins í 24 einstaklinga sem skarað hafa fram úr í störfum fyrir íþróttahreyfinguna í Hafnarfirði í að minnsta kosti áratug. Íþróttafélögin tilnefna fólk úr sínum röðum til stjórnar ÍBH. Myndin sýnir einstaklingana sem tóku á móti heiðurviðurkenningum ÍBH eða fulltrúa þeirra.

 

 

 

Þinggerð 50. þings ÍBH er komin út

Þinggerð 50. þings ÍBH sem var haldið 20. maí sl. í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu er komin út. Hægt er að lesa hana undir flipanum 50. þing ÍBH 2017, efst á heimasíðu ÍBH hægra megin eða hér.

Kosið í stjórn ÍBH og Hrafnkell endurkjörinn formaður á þingi ÍBH

50. þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór fram laugardaginn 20. maí sl. í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu. Á þinginu var kosin átta manna stjórn, en síðasta stjórn var fulltrúastjórn allra aðildarfélaga ÍBH.

Golfklúbburinn Keilir 50 ára

Golfklúbburinn Keilir hélt veglega afmælisveislu laugardaginn 6. maí, en félagið varð 50 ára 25. apríl sl. Golfvöllurinn á Hvaleyrinni var tekinn í notkun sumarið 1967 og hefur aðstaða til golfiðkunar og félagsstarfa verið bætt jafnt og þétt á hverju ári og er afar glæsileg í dag. Í dag eru skráðir iðkendur hjá Golfklúbbnum Keili 1325. Formaður Keilis er Arnar Borgar Atlason. Fjölmenni mætti til veislunnar og færði félaginu gjafir og góðar kveðjur.

Nýjar reglur um niðurgreiðslur tóku gildi 1. janúar 2017

Nýjar reglur um niðurgreiðslur / frístundastyrk tóku gildi 1. janúar sl. Það sem er nýtt í þessum reglum eru breytingar varðandi greiðslukvittanir. Reglurnar er hægt að lesa nánar hér.

Skýrsla um ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur tekið saman í skýrslu ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2015 samkvæmt starfsskýrslum ÍSÍ 2016. Skýrsluna er hægt að lesa hér.

Sara Rós og Nicolo fá afreksstyrk vegna EM í 10 x dönsum

Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í 10 x dönsum í Kaupmannahöfn í Danmörku 18. febrúar sl. Þau náðu góðum árangri á mótinu og urðu í 9. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 150.000 hvoru. Myndin er af parinu í keppni.

Vígsla á nýrri lyftu í Ásvallalaug

Þriðjudaginn 21. febrúar sl. var ný lyfta vígð við keppnislaug Ásvallalaugar sem er ætluð fötluðum og öðrum sem geta ekki notað stiga, hoppað eða stungið sér í laugina. Sérstakur hjólastóll fylgir lyftunni sem gengur fyrir batteríum. Athöfn var haldin við vígsluna þar sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði Haraldur Líndal Haraldsson flutti ávarp, ásamt fleiri aðilum. Njörður fastagestur Ásvallalaugar vígði síðan lyftuna formlega fyrir hönd væntanlegra notenda.

Úrslitin úr Þorramóti Fjarðar í Boccia

Hið árlega Þorramót Íþróttafélagsins Fjarðar í Boccia fór fram laugardaginn 18. febrúar sl. í íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla. 

 

 

Lið stjórnar ÍBH varð í 1. sæti, hér má sjá það í hvítum bolum frá vinstri Karl Georg Klein, Ingvar Kristinsson og Þórarinn Sófusson ásamt dómurum.

 

 

Handknattleikskonur í Haukum fá styrk vegna EM félagsliða

Meistaraflokkur kvenna í handknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum tók þátt í Áskorendakeppni Evrópu. Haukar kepptu við hollenska liðið Virto / Quintus dagana 4. og 5. febrúar sl. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum. Hollenska liðið vann fyrri leikinn með þriggja marka mun, 29:26. Haukar unnu seinni leikinn með tveggja marka mun 24:22. Sigur Hauka í seinni leiknum dugði því miður ekki til þess að komast áfram í keppninni.