Bætt við Þri, 02/14/2017 - 14:47
Stjórn Afreksmannasjóðs ÍBH samþykkti á fundi 26. janúar sl. að hækka ferðastyrki frá 1. janúar 2017. Ferð einstaklinga með félagsliði hækkar úr kr. 20.000 í kr. 25.000. Ferð einstaklinga með landsliði hækkar úr kr. 25.000 í kr. 30.000. Fararstjórastyrkur hækkar úr kr. 70.000 í kr. 80.000. Reglugerðina má sjá hér.
Bætt við Þri, 02/14/2017 - 14:24
Ánægja í íþróttum 2016 er könnun meðal ungmenna í 8. - 10. bekk sem stunda íþróttir innan Ungmennafélags Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Könnun var gerð í febrúar 2016 á landsvísu. Skýrslu fyrir íþróttahéraðið Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) má sjá hér.
Bætt við Fös, 01/27/2017 - 14:57
Bætt við Fös, 01/27/2017 - 14:20
Nicoló Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir bæði úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í heimsmeistaramótinu í 10 dönsum í Vín í Austurríki 19. nóvember sl. Sara Rós og Nicoló urðu í 19. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau til þátttöku í verkefninu um kr. 150.000 hvort. Myndin sýnir Nicoló og Söru Rós í keppni.
Bætt við Fös, 01/27/2017 - 13:59
Finnur Bessi Svavarsson á Kristal frá Búlandi og Eyjólfur Þorsteinsson á Hlekki frá Þingsnesi báðir úr Hestamannafélaginu Sörla kepptu á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum í Biri í Noregi 8. – 14. ágúst sl. Finnur Bessi sigraði A flokkinn í gæðingakeppinni. Eyjólfur varð í 9.
Bætt við Fös, 01/27/2017 - 11:53
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir báðar úr Golfklúbbnum Keili kepptu á heimsmeistaramóti áhugakylfinga í Mexíkó dagana 14. – 17. september sl. Íslenska liðið endaði í 43. – 44. sæti á mótinu. Guðrún Brá náði bestum árangri í íslenska liðinu en hún lék samtals á 300 höggum + 12 og endaði í 48.
Bætt við Fös, 01/27/2017 - 11:31
Rúnar Arnórsson og Gísli Sveinbergsson báðir úr Golfklúbbnum Keili tóku þátt í Evrópumóti einstaklinga í Eistlandi 3. – 6. ágúst sl. Rúnar endaði í 44.
Bætt við Fim, 01/26/2017 - 13:56
Gísli Sveinbergsson kylfingur úr Golfklúbbnum Keili tók þátt í Evrópukeppni landsliða í 2. deild dagana 6. – 9. júlí sl. á Kikiyoka vellinum í Luxemburg. Liðið tryggði sér sæti í efstu deild á næsta ári og varð í 1. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti Gísla til þátttöku á mótinu um kr. 150.000. Myndin sýnir Gísla Sveinbergsson kylfing.
Bætt við Fim, 01/26/2017 - 10:52
Bætt við Fim, 01/26/2017 - 10:10
Sara Rós Jakobsdóttir og Nicoló Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í heimsmeistaramótinu í standard dönsum fullorðinna í Aarhus í Danmörku 12. nóvember sl. Náðu þau ágætum árangri á mótinu og lentu í 39. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau um kr. 150.000 hvort til þátttöku í mótinu. Myndin sýnir Nicoló og Söru Rós í keppni.