Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto veita íþróttastyrki

Þriðjudaginn 29. desember sl. fór fram úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði (ÍBH), Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Vegna samkomutakmarkanna var úthlutunin kynnt á rafrænni Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar og hafa félögin fengið framlögin greidd. Samningur hefur verið í gildi frá árinu 2001 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar.

Guðrún Brá og Anton Sveinn íþróttafólk Hafnarfjarðar 2020

Þriðjudaginn 29. desember 2020 fór fram árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. Í ár var hún rafræn í beinu streymi á miðlum Hafnarfjarðarbæjar. Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar og Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili var kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar.

Aðildarfélög ÍBH áttu 344 Íslandsmeistara 2020.

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2020

Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar 2020

Í beinu streymi í dag kl. 18:00 á þessum hlekk: https://vimeo.com/event/571845

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2020

Verður send út beint þriðjudaginn 29. desember kl. 18.00, sjá nánar á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, Íþrótta- og viðurkenningarhátíð. Íþróttafólk ársins 2020 | Viðburðir framundan | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Jólakveðja

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar Hafnfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Öllu íþróttafólki, starfsmönnum og sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni er þökkuð samvinnan á árinu sem er að líða.

Áskorun íþróttahéraða

Íþróttahreyfingin fagnar þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýsir þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri.  Þessi hópur virðist hafa gleymst þegar kemur að útfærslu á takmörkunum hverju sinni.

Raddir unga fólksins okkar eru því miður of fáar og þegar við getum ekki hvatt þau til íþróttaiðkunar í jafn langan tíma og raun ber vitni þá höfum við miklar áhyggjur af brottfalli þeirra sem myndi auka líkur á frávikshegðun með tilheyrandi vandamálum.

Akstursíþróttafólk ársins 2020 koma frá AÍH

Sjá nánar undir eftirfarandi tengli Fjarðarfrétta,

 
Íþróttabandalagið í Hafnarfirði óskar þeim Heiðu Karen og Vikari innilega til hamingju með titlana
 
 
 
 
 

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.

Fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins

Til upplýsinga, almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins var að senda frá sér fréttatilkynningu. Í tilkynningunni kemur fram að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu séu lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.

Fréttatilkynninguna má sjá í heild sinni hér.

Göngum í skólann 2020

Verkefnið Göngum í skólann verður sett 2. september nk. og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum 7. október nk. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Sjá nánar hér. Heimasíða verkefnisins er www.gongumiskolann.is.