Bætt við Mið, 04/06/2016 - 14:59
Hér fyrir neðan er textaskjal sem inniheldur drög að 70 ára sögu Íþróttabandalags Hafnarfjarðar sem Jóhann Guðni Reynisson hefur tekið saman. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur ákveðið að hafa skjalið opið í mánuð frá og með 6. apríl 2016 til og með 6. maí 2016 til ábendinga og athugasemda fyrir núverandi og fyrrverandi íþróttaforystufólk í Hafnarfirði. Vinsamlega sendið allar fyrirspurnir til Jóhanns Guðna Reynissonar á netfangið johanngr1@simnet.is.
Bætt við Mið, 04/06/2016 - 12:21
Þriðjudaginn 5. apríl sl hélt Óskar Örn Guðbrandsson verkefnisstjóri Felix og tölvumála hjá ÍSÍ námskeið um Felixkerfið, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ fyrir aðildarfélög ÍBH í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Sjö aðilar mættu á námskeiðið frá Siglingaklúbbnum Þyt, Íþróttafélaginu Firði, Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar og Hjólreiðafélaginu Bjarti.
Bætt við Þri, 04/05/2016 - 10:53
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur tekið saman í hefti ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH fyrir starfsárið 2014 samkvæmt starfsskýrslum ÍSÍ 2015. Hægt er að skoða skýrsluna í heild sinni hér.
Bætt við Þri, 03/08/2016 - 14:22
Endurskoðuð reglugerð Afreksmannasjóðs ÍBH tók gildi frá og með 1. mars sl. Helstu breytingar eru þær, að það er verið að nefna upphæðir afreksstyrkja (var áður ákvörðun stjórnar í lok árs), greiða afreksstyrki út um leið og verkefnum er lokið og hækka afreksstyrki í EM félagsliða. Reglugerðina má sjá hér og undir Afreksmannasjóður eða Lög og reglugerðir á heimasíðu ÍBH.
Bætt við Mið, 02/03/2016 - 14:33
Stjórn Afreksmannasjóðs ÍBH úthlutaði 3. febrúar 2016 afreksstyrkjum til aðildarfélaga ÍBH vegna stórmóta á árinu 2015 í fullorðins, unglinga og ungmennaflokkum. Hlutverk Afreksmannasjóðs ÍBH er að vinna eftir reglugerð um sjóðinn en undir hana falla eftirtaldir liðir, ferðastyrkir, afreksstyrkir á stórmót, afreksstyrkir í Evrópukeppni félagsliða og líkamsræktarstyrkir fyrir unga og efnilega íþróttamenn.
Bætt við Þri, 12/29/2015 - 20:11
Í dag fór fram Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Einstaklingar sem urðu Íslandsmeistarar með hafnfirskum íþróttafélögum á árinu 2015 fengu afhenda viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ. Í ár voru það samtals 489 einstaklingar úr 19 íþróttagreinum frá 13 íþróttafélögum af 18 innan ÍBH.
Bætt við Mán, 12/28/2015 - 10:37
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar verður haldinn þriðjudaginn 29. desember nk og hefst kl. 18.00 í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Veittar verða viðurkenningar til Íslandsmeistara, bikarmeistara og vegna sérstakra afreka. ÍSÍ bikarinn verður afhendur. Íþróttafélög fá viðurkenningarstyrki vegna Íslands- eða bikarmeistaratitla í efsta flokki. Íþróttastarfið 16 ára og yngri fær styrki vegna þjálfaramenntunar og námskráa. Íþróttalið Hafnarfjarðar 2015 verður krýnt og að lokum verða Íþróttakarl og Íþróttakona Hafnarfjarðar krýnd.
Bætt við Fös, 12/18/2015 - 09:43
Frístundastyrkur – auknir möguleikar
Frá og með áramótum breytast reglur varðandi niðurgreiðslur þátttökugjalda vegna íþrótta- og frístundastarfs. Nú geta börn og foreldrar fengið niðurgreiðslu vegna íþrótta- og tómstundasiðkunar í öðrum sveitafélögum óháð því hvort viðkomandi starf eða grein sé í boði í Hafnarfirði eður ei. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum sex til 16 ára og má sjá reglurnar hér
Bætt við Mið, 12/09/2015 - 14:13
Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar hóf starfsemi vorið 2005. Starfið fór þó ekki á fullt fyrr en félagið fékk bráðabirgða aðstöðu í Kaplakrika í nóvember 2005. HFH var fyrst íslenskra hnefaleikafélaga til að senda keppendur á stórmót erlendis sem voru þau Arndís Birta Sigursteinsdóttir og Stefán Breiðfjörð Gunnlaugsson sem kepptu á Evrópumeistaramótum árið 2006. Fljótlega eftir þing ÍBH á vormánuðum 2007 fékk félagið aðstöðu að Dalshrauni 10.
Bætt við Mán, 11/23/2015 - 15:27
Sundfélag Hafnarfjarðar var stofnað 19. júní 1945 í Sjálfstæðishúsinu. Árið 1943 hafði sundlaugin við Krosseyrarmalir verið tekin í notkun og þótti fólki í bænum nauðsynlegt að stofna sundfélag í kjölfar þess. Á stofnfundi ÍBH 28. apríl 1945 var hreyft við málinu sem bar þann árangur að farið var að safna undirskriftum til stuðnings því að stofnað yrði félag. Gísli Sigurðsson lögregluþjónn og íþróttafrömuður var fyrsti formaður félagsins. Lokið var við að byggja yfir sundlaugina 13.