Anton Sveinn og Þórdís Eva íþróttafólk Hafnarfjarðar 2019

Föstudaginn 27. desember 2019 fór fram árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Anton Sveinn sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar og Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar var kjörin Íþróttakona Hafnarfjarðar. Myndin sýnir frá vinstri Þórdísi Evu, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjórann í Hafnarfirði og Anton Svein.

Jólakveðja

Hafnfirðingar og aðrir landsmenn

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar

Bogfimisambands Íslands stofnað

Stofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal sunnudaginn 1. desember 2019. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 33 talsins. Íþróttin er nú stunduð í tíu íþróttafélögum innan vébanda níu íþróttahéraða / íþróttabandalaga, þar með talið í Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í aðildarfélaginu Bogfimifélaginu Hróa Hetti.

Breytingar á reglugerð Afrekssjóðs ÍBH

Stjórn Afrekssjóðs ÍBH samþykkti að breyta reglugerð um sjóðinn og eru þær eftirfarandi, ferðastyrkir einstaklingar með félagsliði verða hámark 4 á ári, ferðastyrkir einstaklingar með landsliði verða hámark 4 á ári, afreksstyrkir lækka úr kr. 70.000 í kr. 60.000 hver styrkur, fararstjórastyrkir lækka úr kr. 80.000 í kr.

Guðbjörg fjórða á EM í bogfimi

Guðbjörg Reynisdóttir bogfimikona Bogfimifélaginu Hróa Hetti tók þátt í Evrópumeistaramóti í víðavangsbogfimi dagana 30. september – 5. október 2019 í Mokritz kastala í Slóveníu. Guðbjörg var að keppa í fyrsta sinn á EM í víðavangsbogfimi. Guðbjörg náði frábærum árangri á mótinu, en hún tapaði keppninni um bronsið 46-41 á móti Kathryn Morton frá Bretlandi og endaði í fjórða sæti á mótinu. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 70.000.

FH á EM félagsliða í handknattleik

Meistaraflokkur karla í handknattleik í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF bikarkeppni). Fyrsti leikurinn fór fram í Belgíu við Hc Vise Bm 1. september 2019 og skildu liðin jöfn 27:27. Seinni leikur liðanna fór fram í Kaplakrika 8. september 2019 og vann FH þann leik 29:21. FH fór áfram með samanlögum sigri 56:48 í 2. umferð. Í annari umferð mætti FH liðinu Arendal frá Noregi. Fyrri leikur liðanna var í Kaplakrika 7.

Haukar á EM félagsliða í handknattleik

Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum tók þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF bikarkeppni). Haukarnir mættu liðinu Talent Plzen frá Tékklandi 1. september 2019 á Ásvöllum og töpuðu 20:25. Seinni leikur liðanna fór fram 7. september 2019 í Tékklandi og töpuðu Haukar honum 26:25.

Ljósmyndakeppni um íþróttamynd ársins í Hafnarfirði 2019

Keppnisreglur:

Róbert Ísak á Para-HM í sundi

Róbert Ísak Jónsson sundmaður í Sundfélagi Hafnarfjarðar og Íþróttafélaginu Firði tók þátt í Para-heimsmeistaramótinu í sundi dagna 9. – 15. september 2019 í London á Englandi. Hann synti í fjórum greinum á mótinu, í 100m flugsundi þar sem hann endaði í 11. sæti á tímanum 1.00.09 mín., 11. sæti í 100m bringusundi á tímanum 1.12.15 mín., 11. sæti í 200m fjórsundi á tímanum 2.14.16 mín. og 13. sæti í 200m skriðsundi á tímanum 2.02.29 mín.

Þröstur á HM í bogfimi

Þröstur Hrafnsson bogfimimaður Bogfimifélaginu Hróa Hetti tók þátt á heimsmeistaramótinu í sveigboga 7. – 17. júní 2019 í Hertogenbosch í Hollandi. Eftir mikinn undirbúning náði Þröstur lágmörkum inn á mótið. Fyrstu dagar mótsins voru æfingadagar, þar sem æft var á æfingavelli og keppnisvelli, bæði til að læra á aðstöðuna og stilla bogann rétt fyrir keppni. Þröstur náði sínu hæðsta persónulega skori 536 stig og lenti í 199. sæti af 210 keppendum.