Bogfimisambands Íslands stofnað

Stofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal sunnudaginn 1. desember 2019. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 33 talsins. Íþróttin er nú stunduð í tíu íþróttafélögum innan vébanda níu íþróttahéraða / íþróttabandalaga, þar með talið í Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í aðildarfélaginu Bogfimifélaginu Hróa Hetti.

Breytingar á reglugerð Afrekssjóðs ÍBH

Stjórn Afrekssjóðs ÍBH samþykkti að breyta reglugerð um sjóðinn og eru þær eftirfarandi, ferðastyrkir einstaklingar með félagsliði verða hámark 4 á ári, ferðastyrkir einstaklingar með landsliði verða hámark 4 á ári, afreksstyrkir lækka úr kr. 70.000 í kr. 60.000 hver styrkur, fararstjórastyrkir lækka úr kr. 80.000 í kr.

Guðbjörg fjórða á EM í bogfimi

Guðbjörg Reynisdóttir bogfimikona Bogfimifélaginu Hróa Hetti tók þátt í Evrópumeistaramóti í víðavangsbogfimi dagana 30. september – 5. október 2019 í Mokritz kastala í Slóveníu. Guðbjörg var að keppa í fyrsta sinn á EM í víðavangsbogfimi. Guðbjörg náði frábærum árangri á mótinu, en hún tapaði keppninni um bronsið 46-41 á móti Kathryn Morton frá Bretlandi og endaði í fjórða sæti á mótinu. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 70.000.

FH á EM félagsliða í handknattleik

Meistaraflokkur karla í handknattleik í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF bikarkeppni). Fyrsti leikurinn fór fram í Belgíu við Hc Vise Bm 1. september 2019 og skildu liðin jöfn 27:27. Seinni leikur liðanna fór fram í Kaplakrika 8. september 2019 og vann FH þann leik 29:21. FH fór áfram með samanlögum sigri 56:48 í 2. umferð. Í annari umferð mætti FH liðinu Arendal frá Noregi. Fyrri leikur liðanna var í Kaplakrika 7.

Haukar á EM félagsliða í handknattleik

Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum tók þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF bikarkeppni). Haukarnir mættu liðinu Talent Plzen frá Tékklandi 1. september 2019 á Ásvöllum og töpuðu 20:25. Seinni leikur liðanna fór fram 7. september 2019 í Tékklandi og töpuðu Haukar honum 26:25.

Ljósmyndakeppni um íþróttamynd ársins í Hafnarfirði 2019

Keppnisreglur:

Róbert Ísak á Para-HM í sundi

Róbert Ísak Jónsson sundmaður í Sundfélagi Hafnarfjarðar og Íþróttafélaginu Firði tók þátt í Para-heimsmeistaramótinu í sundi dagna 9. – 15. september 2019 í London á Englandi. Hann synti í fjórum greinum á mótinu, í 100m flugsundi þar sem hann endaði í 11. sæti á tímanum 1.00.09 mín., 11. sæti í 100m bringusundi á tímanum 1.12.15 mín., 11. sæti í 200m fjórsundi á tímanum 2.14.16 mín. og 13. sæti í 200m skriðsundi á tímanum 2.02.29 mín.

Þröstur á HM í bogfimi

Þröstur Hrafnsson bogfimimaður Bogfimifélaginu Hróa Hetti tók þátt á heimsmeistaramótinu í sveigboga 7. – 17. júní 2019 í Hertogenbosch í Hollandi. Eftir mikinn undirbúning náði Þröstur lágmörkum inn á mótið. Fyrstu dagar mótsins voru æfingadagar, þar sem æft var á æfingavelli og keppnisvelli, bæði til að læra á aðstöðuna og stilla bogann rétt fyrir keppni. Þröstur náði sínu hæðsta persónulega skori 536 stig og lenti í 199. sæti af 210 keppendum.

Þórdís Jóna á HM í utanvegahlaupum

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hlaupari úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í heimsmeistaramóti í utanvegahlaupum í kvennaflokki. Hlaupnir voru 44 km með 2200 metra hækkun. Mótið fór fram 8. júní 2019 í Miranda do Corvo (Coimbra) í Portúgal. Þórdís Jóna endaði í 136. sæti á tímanum 05:56 klukkustundum. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu.

Guðrún Edda á EYOF í áhaldafimleikum

Guðrún Edda Min Harðardóttir fimleikakona Fimleikafélaginu Björk tók þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í áhaldafimleikum í Baku í Azerbaijan dagana 21. -27. júlí 2019. Guðrún Edda keppti í fjölþraut, stóð sig vel og öðlaðist mikilvæga keppnisreynslu. Fékk 40,050 stig og endaði í 73. sæti á mótinu. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana um kr. 70.000 til þátttöku í mótinu. Myndin er af Guðrúnu Eddu í keppni.