Íþróttastyrkir veittir af Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæ

Nýr samningur frá 2022 – 2024 milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði (ÍBH), Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar og úthlutun styrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur voru kynnt á rafrænni Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar á samfélagsmiðlum Hafnarfjarðar þriðjudaginn 28. desember sl.

SH hlýtur ÍSÍ bikarinn 2021

Sundfélag Hafnarfjarðar hlýtur ÍSÍ bikarinn 2021. Markvisst öflugt starf með vel menntuðum og reynslumiklum þjálfurum leiddi til góðs árangurs frá börnum til garpa á árinu. Félagið bauð upp á mikinn fjölda fjölbreyttra námskeiða á árinu og hefur tekist að fjölga iðkendum jafnt og þétt undanfarin ár. Félagið eignaðist 31 Íslandsmeistara í barna-, unglinga- og fullorðinsflokkum og 19 Íslandsmeistara í flokki garpa 2021.

Róbert Ísak og Guðrún Brá íþróttafólk Hafnarfjarðar 2021

Árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram þriðjudaginn 28. desember 2021. Hátíðin fór fram í streymi á miðlum Hafnarfjarðarbæjar vegna samkomutakmarkanna. Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili var kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar og Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Kynning á starfi samskiptaráðgjafa

Undanfarnar vikur hafa verið í gangi kynningar á starfi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og fór síðasti fundurinn í kynningarröðinni fram í Kaplakrika miðvikudaginn 24. nóvember sl. Mikilvægt er að allir sem koma að íþróttastarfi kynni sér hvaða þjónustu samskiptaráðgjafinn veitir. Hægt er að horfa á kynninguna m.a.

Klifursamband Íslands stofnað

Stofnþing Klifursambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 27. september 2021. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 34 talsins. Sex íþróttahéruð og sex íþróttafélög áttu þingfulltrúa á þinginu.

Fimleikafélagið Björk, klifurdeild Björk og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar eru stofnaðilar sambandsins. 

52. þing ÍBH

Fór fram fimmtudaginn 11. nóvember sl. í Hásölum safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Þinginu hafði verið frestað frá því á vormánuðum vegna kórónuveirufaraldursins. Góð mæting var á þingið og tóku 72 fulltrúar þátt í þinginu auk gesta. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH setti þingið í gegnum Teams.

Syndum - landsátak í sundi 1. - 28. nóvember 2021

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.

Frá Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ:

Keppendur á Paralympics Games 2020 í Tókýó

Paralympics Games 2020 voru haldnir 24. ágúst – 5. september 2021, leikunum var frestað um ár vegna kórónuveirunnar. Aðildarfélög ÍBH áttu þrjá keppendur á mótinu.

Ólympíuleikarnir Tókýó 2020

Anton Sveinn McKee Sundfélagi Hafnarfjarðar var eini keppandinn frá aðildarfélögum ÍBH að þessu sinni. Mótinu var frestað um ár vegna kórónuveirunnar. Hann keppti í 200m bringusundi 27. júlí 2021. Í undanrásum varð hann annar í mark í sínum riðli og komst ekki áfram í undanúrslit. Anton Sveinn synti á tímanum 2:11,64 mín., en Íslandsmet hans í greininni er 2:10,21 mín. Hann hefði þurft að synda á tímanum 2:09,95 mín. til þess að komast áfram. Anton hafnaði í 24.