Einar og Sigurður á HM U-19 í handknattleik

Handknattleiksmennirnir Einar Örn Sindrason og Sigurður Dan Óskarsson úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt á heimsmeistaramótinu U-19 dagana 5. – 19. ágúst 2019 í borginni Skopje í Makedóníu. Einar er miðjumaður og stýrði leik íslenska liðsins af festu. Hann stóð sig með mikilli prýði á mótinu, var m.a. með markahærri leikmönnum og var öruggur á vítalínunni.

Þórdís og Valdimar á EM U-20 í frjálsíþróttum

Þórdís Eva Steinsdóttir og Valdimar Hjalti Erlendsson frjálsíþróttafólk úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar kepptu á Evrópumeistaramóti U-20 dagana 18. – 21. júlí 2019 í Boras í Svíþjóð. Þórdís keppti í 400m hlaupi á mótinu og hljóp á 56,70 sek. sem gaf henni 7. sæti í sínum riðli og 26. sæti í heildina. Valdimar keppti í kringlukasti og kastaði 56,04m í undankeppni. Í úrslitakeppninni kastaði hann 55,75m og endaði í 12. sæti. Afrekssjóður ÍBH styrkti þau að upphæð kr.

Jakob, Kristófer og Guðmundur á EYOF U-17 í handknattleik

Leikmenn Knattspyrnufélagsins Hauka, þeir Jakob Aronsson, Kristófer Máni Jónasson og Guðmundur Bragi Ástþórsson tóku þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í flokki U-17 í handknattleik dagana 19. – 28. júlí 2019 í borginni Bakú í Azerbaijan. Liðið lék 3 leiki í sínum riðli, unnu einn, töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli. Liðið varð í 3. sæti í riðlinum og spilaði um 5. sætið við Slóveníu og vann þann leik.

Darri, Andri og Orri á HM U-21 í handknattleik

Darri Aronsson, Andri Scheving og Orri Freyr Þorkelsson leikmenn Knattspyrnufélagsins Hauka tóku þátt á heimsmeistaramótinu í flokki U-21 í handknattleik í borginni Vigo á Spáni dagana 15. júlí – 29. júlí 2019. Í 16 liða úrslitum lék liðið um 9. – 16. sæti á mótinu, það tapaði fyrir Serbum og endaði í 14. sæti.  Afrekssjóður ÍBH styrkti hvern þeirra að upphæð kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu.

Alexandra og Berta á EM U-19 í handknattleik

Handknattleikskonurnar Alexandra Líf Arnarsdóttir og Berta Rut Harðardóttir út Knattspyrnufélaginu Haukum tóku þátt í Evrópumeistaramóti U-19 í handknattleik í borginni Varna í Búlgaríu dagana 12. – 22. júlí 2019.  Íslenska liðið vann síðasta leik sinn 21. júlí sl. á móti Grikklandi og endaði í 5. sæti sem verður að teljast mjög góður árangur. Afrekssjóður ÍBH styrkti þær til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 70.000 hvora.

Bjarni, Jakob og Birgir á HM U-21 í handknattleik

FH-ingarnir Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Jakob Martin Ásgeirsson og Birgir Már Birgisson tóku þátt á heimsmeistaramótinu í flokki U-21 í handknattleik í borginni Vigo á Spáni dagana 15. júlí – 29. júlí 2019. Liðið lék um 13. sætið á mótinu við Serbíu og tapaði 24-22. Að þessu sinni vantaði marga öfluga leikmenn í íslenska liðið vegna meiðsla. Bjarni Ófeigur spilaði stöðu vinstri skyttu og var markahæsti leikmaður liðsins.

Embla á EM U-19 í handknattleik

Embla Jónsdóttir handknattleikskona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar keppti á Evrópumeistaramóti U-19 í handknattleik í borginni Varna í Búlgaríu dagana 12. – 22. júlí 2019. Íslenska liðinu gékk vel á mótinu og endaði það í 5. sæti eftir sigur gegn Grikklandi í síðasta leik 21. júlí sl. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 70.000. Myndin er af Emblu.

Anton Sveinn með Ólympíulágmark á HM í sundi

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt á heimsmeistaramótinu í sundi sem fór fram í borginni Gwangju í Kóreu dagana 21. – 27. júlí 2019. Synti hann tvö sund á mótinu með góðum árangri. Í 200m bringusundi synti hann í undanriðli á tímanum 2:10,32 mín. og náði með þeim árangri að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tokyo 2020, í milliriðli synti hann á 2:10,68 mín. og endaði í 16. sæti í greininni.

Tímar til leigu

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar leigir út tíma í íþróttahúsi Víðistaðaskóla (stærð 16 x 27m), íþróttahúsi Setbergsskóla (stærð 13,5 x 24m) og íþróttahúsi Hraunvallaskóla (stærð 13 x 25m) í vetur fyrir almenningshópa. Leigutímabil er frá september til desember og frá janúar til maí. Skjalið er uppfært um leið og einhver breyting verður á.

Eftirfarandi tímar eru lausir fyrir almenningshópa 23. ágúst 2019:

Íþróttahús Setbergsskóla:

mán kl. 17.00-18.00

mán kl. 18.00-19.00

mán kl. 20.00-21.00

mið kl. 19.00-20.00

Göngum í skólann

Nú styttist í skólar landsins hefji göngu sína að nýju eftir sumarleyfi. Það sama á við um verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) en það verður sett í þrettánda sinn miðvikudaginn 4. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.