Alexandra og Berta á EM U-19 í handknattleik

Handknattleikskonurnar Alexandra Líf Arnarsdóttir og Berta Rut Harðardóttir út Knattspyrnufélaginu Haukum tóku þátt í Evrópumeistaramóti U-19 í handknattleik í borginni Varna í Búlgaríu dagana 12. – 22. júlí 2019.  Íslenska liðið vann síðasta leik sinn 21. júlí sl. á móti Grikklandi og endaði í 5. sæti sem verður að teljast mjög góður árangur. Afrekssjóður ÍBH styrkti þær til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 70.000 hvora.

Bjarni, Jakob og Birgir á HM U-21 í handknattleik

FH-ingarnir Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Jakob Martin Ásgeirsson og Birgir Már Birgisson tóku þátt á heimsmeistaramótinu í flokki U-21 í handknattleik í borginni Vigo á Spáni dagana 15. júlí – 29. júlí 2019. Liðið lék um 13. sætið á mótinu við Serbíu og tapaði 24-22. Að þessu sinni vantaði marga öfluga leikmenn í íslenska liðið vegna meiðsla. Bjarni Ófeigur spilaði stöðu vinstri skyttu og var markahæsti leikmaður liðsins.

Embla á EM U-19 í handknattleik

Embla Jónsdóttir handknattleikskona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar keppti á Evrópumeistaramóti U-19 í handknattleik í borginni Varna í Búlgaríu dagana 12. – 22. júlí 2019. Íslenska liðinu gékk vel á mótinu og endaði það í 5. sæti eftir sigur gegn Grikklandi í síðasta leik 21. júlí sl. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 70.000. Myndin er af Emblu.

Anton Sveinn með Ólympíulágmark á HM í sundi

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt á heimsmeistaramótinu í sundi sem fór fram í borginni Gwangju í Kóreu dagana 21. – 27. júlí 2019. Synti hann tvö sund á mótinu með góðum árangri. Í 200m bringusundi synti hann í undanriðli á tímanum 2:10,32 mín. og náði með þeim árangri að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tokyo 2020, í milliriðli synti hann á 2:10,68 mín. og endaði í 16. sæti í greininni.

Tímar til leigu

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar leigir út tíma í íþróttahúsi Víðistaðaskóla (stærð 16 x 27m), íþróttahúsi Setbergsskóla (stærð 13,5 x 24m) og íþróttahúsi Hraunvallaskóla (stærð 13 x 25m) í vetur fyrir almenningshópa. Leigutímabil er frá september til desember og frá janúar til maí. Skjalið er uppfært um leið og einhver breyting verður á.

Eftirfarandi tímar eru lausir fyrir almenningshópa 23. ágúst 2019:

Íþróttahús Setbergsskóla:

mán kl. 17.00-18.00

mán kl. 18.00-19.00

mán kl. 20.00-21.00

mið kl. 19.00-20.00

Göngum í skólann

Nú styttist í skólar landsins hefji göngu sína að nýju eftir sumarleyfi. Það sama á við um verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) en það verður sett í þrettánda sinn miðvikudaginn 4. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Sara Rós og Nicolo á EM í standard og EM í 10 dönsum

Dansararnir Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í standard dönsum sem fór fram 11. maí 2019 í borginni Salaspils í Lettlandi. Þau komust áfram í aðra umferð og enduðu í 43. – 49. sæti á mótinu. Sara Rós og Nicolo tóku einnig þátt í Evrópumeistaramótinu í 10 dönsum sem fór fram í borginni Kosice 7. júní 2019 í Slóvakíu.

18 keppendur frá ÍBH á Smáþjóðaleikunum 2019

Smáþjóðaleikarnir 2019 fóru fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí til 1. júní. Að þessu sinni sendi Ísland 185 manns á leikana þar af 120 keppendur. Átján keppendur komu frá aðildarfélögum ÍBH.

Einn keppandi frá borðtennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar

Vigdís og Emilía á EM í áhaldafimleikum

Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Vigdís Pálmadóttir Fimleikafélaginu Björk kepptu á Evrópumóti í áhaldafimleikum dagana 6. – 12. apríl sl. Mótið fór fram í borginni Szczecin í Póllandi. Þær kepptu í öðrum hluta mótsins, en þær voru báðar að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti í fullorðinsflokki. Vigdís átti ótrúlega góðan dag og gerði allar sínar æfingar vel og örugglega.

Nicolo og Sara á EM í latín dönsum

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í latíndönsum sem fór fram laugardaginn 25. maí sl. í París í Frakklandi. Keppnin gékk mjög vel og komust þau beint í aðra umferð. Þau enduðu í 34. sæti af 61 pari. Sigurvegarar urðu þau Armen Tsaturyan og Svetlana Gudyno frá Rússlandi, en þau eru núverandi Heimsmeistarar og er þetta í fjórða skiptið sem þau urðu Evrópumeistarar.