Íþróttastyrkir afhendir af Hafnarfjarðarbæ og Rio Tinto

Þriðjudaginn 9. júní sl. fór fram úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði (ÍBH), Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar.

Sértækar aðgerðir - Upplýsingar um umsóknarferlið

Samkvæmt samningi mennta- og menningarráðherra við ÍSÍ er framlag ríkisins 450 milljónir króna til íþróttahreyfingarinnar í fyrsta lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta það tjón sem einingar innan hennar urðu fyrir.

Verður þeim fjármunum ráðstafað með tveimur mismunandi aðferðum: 

ÍBH 75 ára 28. apríl 2020

Stofnfundur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) var haldinn 28. apríl 1945 að tilhlutan Íþróttaráðs Hafnarfjarðar, Fimleikafélags Hafnarfjarðar, Knattspyrnufélagsins Hauka og Skíða- og skautafélags Hafnarfjarðar. Þessi þrjú íþróttafélög teljast því stofnendur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Tvö þeirra hafa eflst og vaxið eins og  kunnugt er, en starfsemi Skíða- og skautafélagsins lagðist niður eftir 1960.

Starfsskýrsla 2019

Starfsskýrslu 2019 úr Felixkerfi ÍSÍ má lesa hér. Skýrslan inniheldur lykilupplýsingar úr ársreikningum aðildarfélaga ÍBH og upplýsingar um iðkanir í aðildarfélögum ÍBH, iðkanir aðildarfélaga ÍBH undir sérsamböndum ÍSÍ og félagsmenn í aðildarfélögum ÍBH.

Fulltrúaráðsfundur ÍBH

Var haldinn 16. janúar 2020 í fundarsal í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili. Fundurinn hófst kl. 17.00 og lauk kl. 20.00. 26 fulltrúar frá aðildarfélögum ÍBH voru mættir á fundinn. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH bauð alla velkomna og setti fundinn. Díana Guðjónsdóttir íþróttakennari og Magnús Þorkelsson skólameistari Flensborgarskólans fluttu erindi um það hvernig íþróttaafreksbraut Flensborgarskólans og félögin geti unnið betur saman.

Styrktarsamningur fyrir yngri en 18 ára iðkendur

Styrktarsamningur fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH var endurnýjaður þann 27. desember 2019 til eins árs. Um er að ræða samning milli ÍBH, Rio Tinto á Íslandi og Hafnarfjarðarbæjar um að efla gæði í starfi íþróttafélaga í Hafnarfirði. Í samningnum eru m.a. hvatar um reglulega ástundun iðkenda, eflingu menntunar þjálfara, eflingu námskrárgerðar íþróttafélaga / íþróttadeilda og jafnréttishvati.

ÍBH Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hefur unnið að því að uppfylla þau gæðaviðmið sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur fyrir íþróttahéruð / íþróttabandalög. Gæðaviðmiðin eru m.a. fólgin í því að það séu til stefnur og verkferlar um allt starf samtakanna, auk þess sem fjármál og rekstur samtakanna þurfa að vera í lagi. ÍBH er sjötta íþróttahéraðið / íþróttabandalagið af tuttugu og fimm til þess að ávinna sér nafnbótina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og gildir hún í fjögur ár.

BH hlýtur ÍSÍ bikarinn 2019

Badmintonfélag Hafnarfjarðar hlýtur ÍSÍ bikarinn 2019.

Árið er búið að vera langbesta árið hvað varðar íþróttalegan árangur, frá stofnun BH. Aldrei áður hafa unnist jafn margir titlar í nafni félagsins og aldrei áður hefur aðsóknin verið jafnmikil í félagið.

Anton Sveinn og Þórdís Eva íþróttafólk Hafnarfjarðar 2019

Föstudaginn 27. desember 2019 fór fram árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Anton Sveinn sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar og Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar var kjörin Íþróttakona Hafnarfjarðar. Myndin sýnir frá vinstri Þórdísi Evu, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjórann í Hafnarfirði og Anton Svein.

Jólakveðja

Hafnfirðingar og aðrir landsmenn

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar