Dominiqua Alma og Margrét Lea á HM í áhaldafimleikum

Fimleikakonurnar úr Fimleikafélaginu Björk Dominiqua Alma Belanyi og Margrét Lea Kristinsdóttir tóku þátt í Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í Doha í Katar 27. október sl. Margrét Lea var best af íslensku keppendunum í gólfæfingum fékk 11.866 stig og varð í 59. sæti og varð 79. sæti á jafnvægisslá. Dominiqua Alma varð í 100. sæti á tvíslá. Í liðakeppni varð Ísland í 19. sæti með samanlagt 137.629 stig.

Ársreikningar, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2017

Íþróttabandlag Hafnarfjarðar hefur í nítjánda sinn tekið saman skýrslu um ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2017 úr Felixkerfi ÍSÍ. Tekjur eru 1,247,391, gjöld 1,221,885, afkoma 25,506, veltufé 175,507, fastafé 880,244, skuldir 220,271, staða -44,764, allar upphæðir eru í íslenskum krónum. Iðkendur eru 14,839. Félagsmenn eru 32,585. FH er fjölmennast aðildarfélagið með 2758 iðkendur, Haukar eru með 2570 og Björk er með 2040. Almenningsíþróttir eru fjölmennastar með 2,394 iðkanir, KSÍ er með 1,931 og GSÍ er með 1,887.

FH í tvær umferðir í EHF bikarkeppninni

Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar lék fyrsta leikinn í EHF bikarnum í Zagreb við króatíska liðið Dubrava 1. september sl. FH vann leikinn 33:29. Birgir Már Birgisson og Einar Rafn Eiðsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir FH, Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Ágúst Birgisson voru með fimm mörk hvor. Seinni leikur liðanna fór fram í Kaplakrika 8. september sl. og endaði hann 30:32 fyrir Dubrava.

Javier og Ásdís á HM í latin dönsum

Javier Fernandez Valino og Ásdís Ósk Finnsdóttir danspar úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í Heimsmeistaramóti í latin dönsum sem var haldið 6. október 2018 í borginni Ostrava í Tékklandi. Um 90 pör hófu keppnina og enduðu þau í 78. – 88. sæti af bestu pörum í heiminum. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrki til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 70.000 hvoru. Myndin með fréttinni er af parinu á mótinu.

Gísli á þrjú stórmót í sumar

Gísli Sveinbergsson kylfingur Golfklúbbnum Keili tók þátt í Evrópumóti einstaklinga í golfi í karlaflokki 28. júní – 1. júlí 2018 á Royal Hague Golf and Country Club í Holland. Alls voru leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum og komust 60 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdegi. Gísli komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann bætti leik sinn jafnt og þétt eftir fyrsta hringinn sem reyndist honum dýrkeyptur.

Margrét, Sigríður og Lilja á EM kvenna í áhaldafimleikum

Fimleikakonurnar Margrét Lea Kristinsdóttir, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir og Lilja Björk Ólafsdóttir úr Fimleikafélaginu Björk tóku þátt í Evrópumeistaramóti kvenna í áhaldafimleikum dagana 2. – 5. ágúst síðastliðinn í Glasgow í Skotlandi. Fimm konur skipuðu kvennaliðið, keppt var á fjórum áhöldum í kvennaflokki á mótinu og þurftu þrjár frá hverju liði að keppa á hverju áhaldi. Lilja Björk varð fyrir því óláni að meiðast og geta þar af leiðandi ekki keppt.

Vigdís, Emilía og Guðrún á EM unglinga í áhaldafimleikum

Fimleikastúlkurnar Vigdís Pálmadóttir, Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Guðrún Edda Min Harðardóttir úr Fimleikafélaginu Björk tóku þátt á Evrópumeistaramóti í unglingaflokki í áhaldafimleikum 2. – 5. ágúst sl. í Glasgow í Skotlandi. Stúlkurnar voru allar að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti og stóðu sig vel. Liðið endaði í 22. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk til þátttöku á mótinu sem var kr. 70.000 á hverja stúlku, samtals kr. 210.000.

Einar Örn á EM U-18 í handknattleik

Einar Örn Sindrason handknattleiksmaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramóti U-18 í handknattleik dagana 8. – 20. ágúst sl. Að þessu sinni fór mótið fram í Króatíu. Liðinu gékk vel á mótinu, komst yfir hverja hindrunina á fætur annari. Liðið sigraði m.a. gríðarlega sterk lið Þýskalands og Króatíu sem tryggði íslenska liðinu sæti í úrslitaleiknum. Í úrslitaleiknum mætti Ísland Svíþjóð og tapaði leiknum 27 – 32.

Breki á EM unglinga í áhaldafimleikum

Breki Snorrason fimleikamaður Fimleikafélaginu Björk tók þátt í Evrópumeistaramóti í áhaldafimleikum í unglingaflokki (junior) 6. – 12. ágúst sl. í Glasgow í Skotlandi. Íslenska liðið hafnaði í 28. sæti á mótinu. Breki keppti á fjórum áhöldum af sex og náði hæstu einkunn íslensku strákanna í hringjum. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin er af Breka í keppni á mótinu.

Sandra ráðin verkefnastjóri hjá ÍBH

Sandra Stojkovic Hinic var ráðin sem verkefnastjóri á skrifstofu Íþróttabandalags Hafnarfjarðar 15. ágúst sl. Sandra er með meistaragráðu í stjórnun félagasamtaka frá Faculty of tourism and hospitaliy management í Opatija í Króatíu. Hún ólst upp í Rijeka í Króatíu. Sandra hefur á ferli sínum sem íþróttamaður ferðast mikið og starfaði á Íslandi árin 2006-2008. Hún er með 10 ára reynslu í stjórnun íþróttasamtaka. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar býður hana velkomna til starfa.