Vigdís, Emilía og Guðrún á EM unglinga í áhaldafimleikum

Fimleikastúlkurnar Vigdís Pálmadóttir, Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Guðrún Edda Min Harðardóttir úr Fimleikafélaginu Björk tóku þátt á Evrópumeistaramóti í unglingaflokki í áhaldafimleikum 2. – 5. ágúst sl. í Glasgow í Skotlandi. Stúlkurnar voru allar að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti og stóðu sig vel. Liðið endaði í 22. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk til þátttöku á mótinu sem var kr. 70.000 á hverja stúlku, samtals kr. 210.000.

Einar Örn á EM U-18 í handknattleik

Einar Örn Sindrason handknattleiksmaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramóti U-18 í handknattleik dagana 8. – 20. ágúst sl. Að þessu sinni fór mótið fram í Króatíu. Liðinu gékk vel á mótinu, komst yfir hverja hindrunina á fætur annari. Liðið sigraði m.a. gríðarlega sterk lið Þýskalands og Króatíu sem tryggði íslenska liðinu sæti í úrslitaleiknum. Í úrslitaleiknum mætti Ísland Svíþjóð og tapaði leiknum 27 – 32.

Breki á EM unglinga í áhaldafimleikum

Breki Snorrason fimleikamaður Fimleikafélaginu Björk tók þátt í Evrópumeistaramóti í áhaldafimleikum í unglingaflokki (junior) 6. – 12. ágúst sl. í Glasgow í Skotlandi. Íslenska liðið hafnaði í 28. sæti á mótinu. Breki keppti á fjórum áhöldum af sex og náði hæstu einkunn íslensku strákanna í hringjum. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin er af Breka í keppni á mótinu.

Sandra ráðin verkefnastjóri hjá ÍBH

Sandra Stojkovic Hinic var ráðin sem verkefnastjóri á skrifstofu Íþróttabandalags Hafnarfjarðar 15. ágúst sl. Sandra er með meistaragráðu í stjórnun félagasamtaka frá Faculty of tourism and hospitaliy management í Opatija í Króatíu. Hún ólst upp í Rijeka í Króatíu. Sandra hefur á ferli sínum sem íþróttamaður ferðast mikið og starfaði á Íslandi árin 2006-2008. Hún er með 10 ára reynslu í stjórnun íþróttasamtaka. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar býður hana velkomna til starfa.

Róbert Ísak með tvö silfur á EM í sundi fatlaðra

Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði og Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi fatlaðra dagana 13. – 18. ágúst 2018 í Dublin á Írlandi. Róbert Ísak keppti í þremur greinum á mótinu og keppti í fötlunarflokki S 14. Í 100m bringusundi synti hann á tímanum 1.11.31 mín. og endaði í 7. sæti. Í 100m flugsundi synti hann á tímanum 59.61 sek., setti Íslandsmet og vann til silfurverðlauna.

Berta og Ástríður á HM U-20 í handknattleik

Handknattleikskonurnar Berta Rut Harðardóttir og Ástríður Glódís Gísladóttir tóku þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik í flokki U-20 dagana 30. júní – 14. júlí 2018 í borginni Debrecan í Ungverjalandi. Liðinu gékk vel og endaði það í 10. sæti sem er besti árangur sem íslenskt kvennalandslið hefur náð í lokakeppni. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þær um kr. 70.000 hvora til þátttöku á mótinu.

Orri, Darri og Andri á EM U-20 í handknattleik

Handknattleiksmennirnir úr Haukum þeir Orri Þorkelsson, Darri Aronsson og Andri Scheving tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í flokki U-20 í handknattleik sem var haldið dagana 18. – 30. júlí 2018 í borginni Celje í Slóveníu. Liðið stóð sig mjög vel og náði 7. sæti á mótinu, þrátt fyrir að lykilmenn liðsins vantaði. Liðið var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit mótsins. Með þessum árangri tryggði liðið sér þátttökurétt á  HM U-21 á næsta ári.

Predrag á EM í sundi

Predrag Milos sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi 3. – 8. ágúst sl. Mótið fór fram í Glasgow. Predrag keppti í 50m skriðsundi og synti nálægt sínum besta tíma. Hann endaði í 47. sæti á tímanum 23,21 sek. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin með fréttinni er af Predrag.  

Anton Sveinn á EM í sundi

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi dagana 3. – 8. ágúst sl. í Glasgow. Anton Sveinn keppti í 100m bringusundi. Í undanrásum synti hann á tímanum 1.00.90 mínútum og í undanúrslitum synti hann á tímanum 1.00.45 mínútum og endaði í 13. sæti á nýju Íslandsmeti. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu.

FH tók þátt í tveimur umferðum í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu

Karlalið FH í knattspyrnu keppti 12. júlí sl. við finnska liðið Lahti á útivelli í 1. umferð Evrópudeildarinnar. FH vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Halldór Orri Björnsson gerði fyrsta mark FH á 4. mínútu leiksins. Annað mark FH skoraði Steven Lennon á 18. mínútu og þriðja markið gerði Robbie Crawford í uppbótartímanum. Seinni leikur liðanna var 19. júlí sl. í Kaplakrika. Endaði sá leikur með markalausu jafntefli. Í 2.