Þórdís Jóna á HM í utanvegahlaupum

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hlaupari úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í heimsmeistaramóti í utanvegahlaupum í kvennaflokki. Hlaupnir voru 44 km með 2200 metra hækkun. Mótið fór fram 8. júní 2019 í Miranda do Corvo (Coimbra) í Portúgal. Þórdís Jóna endaði í 136. sæti á tímanum 05:56 klukkustundum. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu.

Guðrún Edda á EYOF í áhaldafimleikum

Guðrún Edda Min Harðardóttir fimleikakona Fimleikafélaginu Björk tók þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í áhaldafimleikum í Baku í Azerbaijan dagana 21. -27. júlí 2019. Guðrún Edda keppti í fjölþraut, stóð sig vel og öðlaðist mikilvæga keppnisreynslu. Fékk 40,050 stig og endaði í 73. sæti á mótinu. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana um kr. 70.000 til þátttöku í mótinu. Myndin er af Guðrúnu Eddu í keppni.

Einar og Sigurður á HM U-19 í handknattleik

Handknattleiksmennirnir Einar Örn Sindrason og Sigurður Dan Óskarsson úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt á heimsmeistaramótinu U-19 dagana 5. – 19. ágúst 2019 í borginni Skopje í Makedóníu. Einar er miðjumaður og stýrði leik íslenska liðsins af festu. Hann stóð sig með mikilli prýði á mótinu, var m.a. með markahærri leikmönnum og var öruggur á vítalínunni.

Þórdís og Valdimar á EM U-20 í frjálsíþróttum

Þórdís Eva Steinsdóttir og Valdimar Hjalti Erlendsson frjálsíþróttafólk úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar kepptu á Evrópumeistaramóti U-20 dagana 18. – 21. júlí 2019 í Boras í Svíþjóð. Þórdís keppti í 400m hlaupi á mótinu og hljóp á 56,70 sek. sem gaf henni 7. sæti í sínum riðli og 26. sæti í heildina. Valdimar keppti í kringlukasti og kastaði 56,04m í undankeppni. Í úrslitakeppninni kastaði hann 55,75m og endaði í 12. sæti. Afrekssjóður ÍBH styrkti þau að upphæð kr.

Jakob, Kristófer og Guðmundur á EYOF U-17 í handknattleik

Leikmenn Knattspyrnufélagsins Hauka, þeir Jakob Aronsson, Kristófer Máni Jónasson og Guðmundur Bragi Ástþórsson tóku þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í flokki U-17 í handknattleik dagana 19. – 28. júlí 2019 í borginni Bakú í Azerbaijan. Liðið lék 3 leiki í sínum riðli, unnu einn, töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli. Liðið varð í 3. sæti í riðlinum og spilaði um 5. sætið við Slóveníu og vann þann leik.

Darri, Andri og Orri á HM U-21 í handknattleik

Darri Aronsson, Andri Scheving og Orri Freyr Þorkelsson leikmenn Knattspyrnufélagsins Hauka tóku þátt á heimsmeistaramótinu í flokki U-21 í handknattleik í borginni Vigo á Spáni dagana 15. júlí – 29. júlí 2019. Í 16 liða úrslitum lék liðið um 9. – 16. sæti á mótinu, það tapaði fyrir Serbum og endaði í 14. sæti.  Afrekssjóður ÍBH styrkti hvern þeirra að upphæð kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu.

Alexandra og Berta á EM U-19 í handknattleik

Handknattleikskonurnar Alexandra Líf Arnarsdóttir og Berta Rut Harðardóttir út Knattspyrnufélaginu Haukum tóku þátt í Evrópumeistaramóti U-19 í handknattleik í borginni Varna í Búlgaríu dagana 12. – 22. júlí 2019.  Íslenska liðið vann síðasta leik sinn 21. júlí sl. á móti Grikklandi og endaði í 5. sæti sem verður að teljast mjög góður árangur. Afrekssjóður ÍBH styrkti þær til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 70.000 hvora.

Bjarni, Jakob og Birgir á HM U-21 í handknattleik

FH-ingarnir Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Jakob Martin Ásgeirsson og Birgir Már Birgisson tóku þátt á heimsmeistaramótinu í flokki U-21 í handknattleik í borginni Vigo á Spáni dagana 15. júlí – 29. júlí 2019. Liðið lék um 13. sætið á mótinu við Serbíu og tapaði 24-22. Að þessu sinni vantaði marga öfluga leikmenn í íslenska liðið vegna meiðsla. Bjarni Ófeigur spilaði stöðu vinstri skyttu og var markahæsti leikmaður liðsins.

Embla á EM U-19 í handknattleik

Embla Jónsdóttir handknattleikskona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar keppti á Evrópumeistaramóti U-19 í handknattleik í borginni Varna í Búlgaríu dagana 12. – 22. júlí 2019. Íslenska liðinu gékk vel á mótinu og endaði það í 5. sæti eftir sigur gegn Grikklandi í síðasta leik 21. júlí sl. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 70.000. Myndin er af Emblu.

Anton Sveinn með Ólympíulágmark á HM í sundi

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt á heimsmeistaramótinu í sundi sem fór fram í borginni Gwangju í Kóreu dagana 21. – 27. júlí 2019. Synti hann tvö sund á mótinu með góðum árangri. Í 200m bringusundi synti hann í undanriðli á tímanum 2:10,32 mín. og náði með þeim árangri að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tokyo 2020, í milliriðli synti hann á 2:10,68 mín. og endaði í 16. sæti í greininni.