Bætt við Fim, 11/07/2024 - 13:15
"Starfsfólks svæðisstöðva íþróttahéraðanna hefur síðustu vikur unnið að greiningum á stöðu íþróttamála um allt land. Vinnan er komin vel á veg á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða því hefur verið fundað með starfsfólki allra íþróttahéraða og haldið erindi á vel sóttu fulltrúaráðsþingi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH), formannafundi Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) og á stjórnarfundi Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK).
Bætt við Fim, 11/07/2024 - 11:23
Íslendingar eru hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.
Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2024. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari tilnefningu.
Bætt við Fös, 10/11/2024 - 12:24
Haust fulltrúaráðsfundur ÍBH var haldinn í samkomusal Ásvalla hjá Knattspyrnufélaginu Haukum. Á dagskránni voru áhugaverðir fyrirlestrar og samtal milli félaganna. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH setti fundinn og var fundarstjóri á honum. Stella Björg Kristinsdóttir fagstjóri forvarna- og frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ flutti fyrirlestur um vímuefnanotkun unglinga í Hafnarfirði og forvarnir.
Bætt við Mán, 09/23/2024 - 09:38
Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði / Sundfélagi Hafnarfjarðar var eini keppandinn úr aðildarfélögum ÍBH sem tók þátt í Paralympics Games 2024 í París. Hann tók þátt í 100m flugsundi í flokki S14. 29. ágúst synti hann í undanrásum og varð áttundi inn í úrslit sem fóru fram seinna sama dag. Í úrslitasundinu varð hann sjötti í 100m flugsundi á tímanum 57,92 sek. sem var einnig nýtt Íslandsmet.
Bætt við Fös, 09/20/2024 - 12:04
Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var eini íþróttamaðurinn úr aðildarfélögum ÍBH sem tók þátt í Ólympíuleikunum í París 2024. Hann keppti í tveimur greinum 100m bringusundi og 200m bringusundi. Anton hóf keppni á leikunum fyrstur Íslendinga 27. júlí, þar sem hann synti 100m bringusund. Hann sigraði sinn riðil á tímanum 1:00,62 mín. og varð í 25. sæti í greininni. 30. júlí synti hann 200m bringusund í undanrásum og fékk hann tímann 2:10,36 mín.
Bætt við Fim, 09/19/2024 - 14:17
Stofnfundur Skautafélags Hafnarfjarðar var haldinn þann 11. júní 2024. Viðar Garðarsson var fundarstjóri á fundinum. 39 einstaklingar skráðu sig sem félagsmenn á fundinum. Þórhallur Viðarsson var kosinn fyrsti formaður félagsins og aðrir í stjórn eru, Þóra Guðmundsdóttir, Ellert Þór Arason, Ingólfur Bjarnason og Elvar Freyr Hafsteinsson. Aðildarumsókn félagsins að ÍBH var tekin fyrir á stjórnarfundi ÍBH þann 4. september sl. og samþykkt.
Bætt við Fim, 09/19/2024 - 14:14
Stofnfundur Krikketklúbbs Hafnarfjarðar var haldinn að Rauðhellu 4 í Hafnarfirði þann 13. janúar 2024. Fundarritari stofnfundarins var Ester Ágústa Berg. Muhammed Younas var kosinn fyrsti formaður félagsins og aðrir í stjórn eru, Kamal Muhammad, Tajdar Kahn, Sher Shan Kahroti og Mian Quyyum Nazar. Félagið sótti um aðild að ÍBH og var aðildarumsókn félagsins tekin fyrir á stjórnarfundi ÍBH þann 8. maí 2024 og samþykkt.
Bætt við Fös, 06/28/2024 - 14:47
Afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram fimmtudaginn 27. júní 2024 með athöfn í Álverinu í Straumsvík.
Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH afhentu styrkina.
Bætt við Mið, 01/24/2024 - 09:11
Miðvikudaginn 27. desember 2023 fór fram afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) sen liður í dagskrá árlegrar Íþrótta- og viðurkenningarhátíðar bæjarins í Íþróttahúsinu við Strandgötu.
Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH afhentu styrkina.
Bætt við Fim, 12/28/2023 - 15:18
ÍBH fékk fyrst afhenda gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ árið 2019. Á árlegri íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar sem fór fram miðvikudaginn 27. desember sl. endurnýjaði ÍBH gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti ÍSÍ afhenti Hrafnkatli Marinóssyni formanni ÍBH viðurkenninguna.