Fréttatilkynning um svæðisstöðvar

"Starfsfólks svæðisstöðva íþróttahéraðanna hefur síðustu vikur unnið að greiningum á stöðu íþróttamála um allt land. Vinnan er komin vel á veg á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða því hefur verið fundað með starfsfólki allra íþróttahéraða og haldið erindi á vel sóttu fulltrúaráðsþingi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH), formannafundi Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) og á stjórnarfundi Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK).

ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS

 

Íslendingar eru  hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.

Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2024. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari tilnefningu.

Fulltrúaráðsfundur ÍBH var haldinn 10. október 2024

Haust fulltrúaráðsfundur ÍBH var haldinn í samkomusal Ásvalla hjá Knattspyrnufélaginu Haukum. Á dagskránni voru áhugaverðir fyrirlestrar og samtal milli félaganna. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH setti fundinn og var fundarstjóri á honum. Stella Björg Kristinsdóttir fagstjóri forvarna- og frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ flutti fyrirlestur um vímuefnanotkun unglinga í Hafnarfirði og forvarnir.

Paralympics Games París 2024

Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði / Sundfélagi Hafnarfjarðar var eini keppandinn úr aðildarfélögum ÍBH sem tók þátt í Paralympics Games 2024 í París. Hann tók þátt í 100m flugsundi í flokki S14. 29. ágúst synti hann í undanrásum og varð áttundi inn í úrslit sem fóru fram seinna sama dag. Í úrslitasundinu varð hann sjötti í 100m flugsundi á tímanum 57,92 sek. sem var einnig nýtt Íslandsmet.

Ólympíuleikarnir í París 2024

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var eini íþróttamaðurinn úr aðildarfélögum ÍBH sem tók þátt í Ólympíuleikunum í París 2024. Hann keppti í tveimur greinum 100m bringusundi og 200m bringusundi. Anton hóf keppni á leikunum fyrstur Íslendinga 27. júlí, þar sem hann synti 100m bringusund. Hann sigraði sinn riðil á tímanum 1:00,62 mín. og varð í 25. sæti í greininni. 30. júlí synti hann 200m bringusund í undanrásum og fékk hann tímann 2:10,36 mín.

Nýtt aðildarfélag að ÍBH Skautafélag Hafnarfjarðar

Stofnfundur Skautafélags Hafnarfjarðar var haldinn þann 11. júní 2024. Viðar Garðarsson var fundarstjóri á fundinum. 39 einstaklingar skráðu sig sem félagsmenn á fundinum. Þórhallur Viðarsson var kosinn fyrsti formaður félagsins og aðrir í stjórn eru, Þóra Guðmundsdóttir, Ellert Þór Arason, Ingólfur Bjarnason og Elvar Freyr Hafsteinsson. Aðildarumsókn félagsins að ÍBH var tekin fyrir á stjórnarfundi ÍBH þann 4. september sl. og samþykkt.

Krikketklúbbur Hafnarfjarðar nýtt aðildarfélag að ÍBH

Stofnfundur Krikketklúbbs Hafnarfjarðar var haldinn að Rauðhellu 4 í Hafnarfirði þann 13. janúar 2024. Fundarritari stofnfundarins var Ester Ágústa Berg. Muhammed Younas var kosinn fyrsti formaður félagsins og aðrir í stjórn eru, Kamal Muhammad, Tajdar Kahn, Sher Shan Kahroti og Mian Quyyum Nazar. Félagið sótti um aðild að ÍBH og var aðildarumsókn félagsins tekin fyrir á stjórnarfundi ÍBH þann 8. maí 2024 og samþykkt.

Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær úthluta íþróttastyrkjum

Afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram fimmtudaginn 27. júní 2024 með athöfn í Álverinu í Straumsvík.

Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH afhentu styrkina.

Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto úthluta íþróttastyrkjum

Miðvikudaginn 27. desember 2023 fór fram afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) sen liður í dagskrá árlegrar Íþrótta- og viðurkenningarhátíðar bæjarins í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH afhentu styrkina.

Íþróttabandalagið í Hafnarfirði endurnýjar viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

ÍBH fékk fyrst afhenda gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ árið 2019. Á árlegri íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar sem fór fram miðvikudaginn 27. desember sl. endurnýjaði ÍBH gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti ÍSÍ afhenti Hrafnkatli Marinóssyni formanni ÍBH viðurkenninguna.