Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hefur ráðið Stefán Þór Borgþórsson verkefnisstjóra til starfa í hlutastarf. Stefán hefur margra ára starfsreynslu innan körfuknattleikshreyfingarinnar á Íslandi bæði hjá Körfuknattleikssambandi Íslands (KKÍ) og körfuknattleiksdeild Hauka. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH bauð Stefán velkominn til starfa og óskaði honum velfarnaðar í starfi. Verkefnistjóri ÍBH hefur aðsetur í Íþróttahúsinu við Strandgötu á 2. hæð og hefur störf 15. október nk.
