Samkvæmt 4. gr. laga ÍBH eru inntökuskilyrði nýrra félaga þessi:
4. gr.
Óski félag að gerast aðili að ÍBH, skal það senda stjórn ÍBH umsókn sína ásamt lögum félagsins, skýrslu um stofndag þess og ár, stjórn þess og tölu félagsmanna. Samhliða umsókn um aðild skal greiða inntökugjald sem stjórn ÍBH ákveður hverju sinni. Uppfylli félagið inntökuskilyrði þessara laga, öðlast það réttindi hjá bandalaginu þegar stjórn ÍBH hefur samþykkt aðild þess. Stjórn ÍBH skal setja reglugerðir um úthlutun af hagnaði Íslenskrar getspár sem bandalagið fær og um styrki frá ÍBH til félaga.
Leiðbeiningar um aðildarumsókn nýrra félaga í Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH)
1. Gera lög fyrir félagið.
2. Halda stofnfund. Skrá stofndag, ár, stað, stofnfélaga, skipa í fyrstu stjórn, heiti félags og rita fundargerð stofnfundar. Fylla út eyðublað frá RSK 17.01 sem er umsókn um skráningu og úthlutun á kennitölu til félaga, samtaka og annarra aðila sem ekki stunda atvinnurekstur.
3.Taka saman félagatal / iðkendatal félagsins.
4.Sækja um kennitölu til RSK fyrirtækjaskrár.
5. Rita stjórn ÍBH bréf og óska um aðild. Fylgigögn aðildarumsóknar til ÍBH þurfa að vera:
a. lög félagsins
b. fundargerð af stofnfundi
c. afgreiðsla RSK á kennitölu til félagsins
d. félagatal og iðkendatal félagsins
6. Þegar stjórn ÍBH hefur móttekið aðildarumsókn félags og samþykkt umsóknarferlið
skal félagið senda ÍSÍ og ÍBH lög félagsins til staðfestingar.
Þegar framkvæmdastjórn ÍSÍ og stjórn ÍBH hafa staðfest lög félagsins telst félagið fullgildur aðili að ÍBH og ÍSÍ og sérsamböndum ÍSÍ í þeim íþróttagreinum sem félagið leggur stund á.