January 19, 2026

Golfklúbburinn Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025

Félagið er eitt af öflugustu og sigursælustu golfklúbbum á Íslandi og vann til fjölda verðlauna á árinu. Á árinu var m.a. haldið glæsilegt Íslandsmót í golfi á Hvaleyrinni svo að eftir var tekið. Keppendur félagsins eru margir og í öllum aldursflokkum. Tóku þeir þátt í mörgum innlendum og erlendum mótum og tók kvennaliðið m.a. þátt í EM félagsliða. Félagið er reglulega í stefnumótunarvinnu og er með gæðaviðurkenningar fyrir bæði umhverfismál og íþróttastarf. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti ÍSÍ afhentu Guðmundi Erni Óskarssyni formanni félagsins bikarinn þriðjudaginn 30. desember 2025 á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar.

Mynd: Hafnarfjarðarbær.