Stjórn ber ábyrgð á því að rekstur íþróttabandalagsins sé í eðlilegum farvegi og í samræmi við þær skuldbindingar sem íþróttabandalagið hefur gengist undir. Að ákveða fyrirkomulag á daglegum rekstri bandalagsins og ráða framkvæmdastjóra sem annast daglegan rekstur bandalagsins auk þess að ráða aðra starfsmenn eftir því sem þörf er á. Að hafa stöðugt og ítarlegt eftirlit með öllum rekstri bandalagsins og sjá um að skipulag þess og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Að sjá til þess að bókhald bandalagsins sé fært í samræmi við lög og venjur. Að annast um að nægilegt eftirlit sé haft með meðferð fjármunum bandalagsins og að meðferð eigna bandalagsins sé með tryggilegum hætti. Að koma fram fyrir hönd bandalagsins fyrir dómstólum og stjórnvöldum. Að skera úr ágreiningi, sem upp kann að koma innan bandalagsins. Að ákveða hver eða hverjir skuli skuldbinda bandalagið.
Stjórn ÍBH skal sjá um allar framkvæmdir bandalagsins og vinna að málum þess sem felast
meðal annars í eftirfarandi:
a. Vinna að sameiginlegum fjármálum, koma styrkbeiðnum á framfæri, varðveita og skipta á
milli aðildarfélaga því fé sem til þeirra hefur verið veitt sameiginlega.
b. Að hafa forystu aðildarfélaga í sameiginlegum félagsmálum og vera fulltrúi aðildarfélaga á
sameiginlegum vettvangi utan lögsögu ÍBH.
c. Að annast samskipti um íþróttamál við bæjaryfirvöld, þ.m.t. varðandi fjárframlög til
rekstrar, styrkveitingar til einstakra verkefna, uppbyggingu íþróttamannvirkja o.s.frv.
d. Að stuðla að uppbyggingu og endurbótum á sameiginlegum íþróttamannvirkjum, og sjá um
rekstur og viðhald þeirra, ef ekki er öðruvísi kveðið á um þau.