Axel á Meistaramóti Evrópu

Mótið fór fram á Gleneagles í Skotlandi dagana 8. – 12. ágúst 2018. Ísland varð í 2. sæti á Meistaramóti Evrópu í karlaflokki, liðið mynduðu þeir Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Axel Bóasson GK. Þeir töpuðu úrslitaleik á 18. holu fyrir Spánverjum og unnu silfurverðlaun á mótinu.

Blandaða lið Íslands á mótinu var með fjórum kylfingum, þeim Valdísi Þóru Jónsdóttur Leyni, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur GR, Birgi Leifi Hafþórssyni GKG og Axeli Bóassyni GK. Þau gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mótið.

Afreksmannasjóður ÍBH veitti Axel styrk til þátttöku í mótinu að upphæð kr. 70.000. Myndin er af þremur efstu karlaliðunum, Axel er til vinstri á myndinni.