Anton Sveinn, Dadó og Ingibjörg á HM í sundi

Heimsmeistaramót í sundi á 25m braut fór fram dagana 11. – 16. desember 2018 í Hangzhou í Kína. Sundfólkið Anton Sveinn McKee, Dadó Fenrir Jasmínuson og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í mótinu og náðu ágætum árangri. Anton keppti í þremur greinum á mótinu,100m bringusundi 16. sæti á tímanum 57.94 sek., 200m bringusundi 10. sæti á tímanum 2.04.37 mín. sem er Íslandsmet og 50m bringusundi 21. sæti á tímanum 26.74 sek. sem er Íslandsmet. Dadó keppti í tveimur greinum, 50m skriðsundi 54. sæti á tímanum 22.51 sek. og 100m skriðsundi 55. sæti á tímanum 50.19 sek. Ingibjörg keppti í tveimur greinum, 50m baksundi 30. sæti á tímanum 27.99 sek. og 50m skriðsundi 31. sæti á tímanum 25.67 sek. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau til þátttöku á mótinum með kr. 70.000 hvert. Hópmyndin sýnir frá vinstri Dadó, Anton og Ingibjörgu.