Valdimar Hjalti á EM U-18 og ÓL ungmenna U-18 í frjálsíþróttum

Valdimar Hjalti Erlendsson frjálsíþróttamaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramóti U-18 í Györ í Ungverjalandi dagana 5. – 8. júlí 2018. Valdimar Hjalti keppti í kringlukasti með 1.5 kg kringlu og kastaði 52.12 m sem var hans besti árangur á árinu og varð hann í 11. sæti á mótinu. Dagana 11. – 16. október 2018 keppti hann á Ólympíuleikum ungmenna U-18 í Buenos Aires í Argentínu í kringlukasti með 1.5 kg kringlu og kastaði henni 57.46 m, varð í 6. sæti á mótinu og bætti sinn persónulega árangur. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann til þátttöku í þessum verkefnum með kr. 70.000 í hvort verkefni. Myndin með fréttinni er af Valdimar Hjalta í Buenos Aires.