Hjólað í vinnuna 2019 hefst 8. maí
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí.
Opnað verður fyrir skráningu þann 24. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.
Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er eins og ávalt að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.
Keppt er í átta flokkum um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustöðum og í liðakeppni um flesta kílómetra.
Aðalatriðið er að fá sem flesta með sem oftast, til að hjóla, ganga, taka strætó, nota línuskauta eða annan virkan ferðamáta.
Við óskum hér með eftir ykkar liðsinni við að hvetja aðila innan þíns sambands til þátttöku í verkefninu þetta árið. Við hvetjum ykkur til að segja frá verkefninu á ykkar heimasíðum og samfélagsmiðlum. Í gegnum árin hefur myndast gríðarlega góð stemmning á vinnustöðum meðan á átakinu stendur. Von okkar er sú að svo verði í ár líka.
Að skrá sig til leiks:
1. Farið er inná vef Hjólað í vinnuna,
2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu
3. Stofnaðu þinn eigin aðgang með því að skrá þig inn með Facebook eða búðu þér til notendanafn og lykilorð.
4. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn).
5. Skráningu lokið
Hægt er að nálgast ítarlegar skráningarleiðbeiningar inná vef Hjólað í vinnuna
Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna gefur Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma: 514-4000 eða á netfangið hjoladivinnun@isi.is.