Ómar Borgþór á HM unglinga á snjóbrettum

Ómar Borgþór Jóhannsson Brettafélagi Hafnarfjarðar var valinn af snjóbrettanefnd Skíðasambands Íslands til þátttöku á heimsmeistaramóti unglinga á snjóbrettum sem fór fram dagana 7. – 14. apríl 2019 í Klappen í Svíþjóð. Keppt var í tveimur greinum brekkustíl (slopestyle) og risastökki (Big Air). Ómar Borgþór varð í 86. sæti í brekkustíl og í 68. sæti í risastökki. Afrekssjóður ÍBH veitti honum afreksstyrk til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 70.000.