Nicolo og Sara á EM í latín dönsum

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í latíndönsum sem fór fram laugardaginn 25. maí sl. í París í Frakklandi. Keppnin gékk mjög vel og komust þau beint í aðra umferð. Þau enduðu í 34. sæti af 61 pari. Sigurvegarar urðu þau Armen Tsaturyan og Svetlana Gudyno frá Rússlandi, en þau eru núverandi Heimsmeistarar og er þetta í fjórða skiptið sem þau urðu Evrópumeistarar. Afrekssjóður ÍBH styrkti Söru Rós og Nicolo til þátttöku í mótinu að upphæð kr. 70.000 hvort.