Vigdís og Emilía á EM í áhaldafimleikum
Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Vigdís Pálmadóttir Fimleikafélaginu Björk kepptu á Evrópumóti í áhaldafimleikum dagana 6. – 12. apríl sl. Mótið fór fram í borginni Szczecin í Póllandi. Þær kepptu í öðrum hluta mótsins, en þær voru báðar að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti í fullorðinsflokki. Vigdís átti ótrúlega góðan dag og gerði allar sínar æfingar vel og örugglega. Örlitlir hnökrar voru í æfingum hjá Emilíu en reynslan af mótinu gríðarlega mikilvæg og upplifunin af deginum var góð. Vigdís endaði samanlagt í 66. sæti á mótinu með 11.200 stig og Emilía endaði samanlagt í 68. sæti á mótinu með 11.133 stig. Afrekssjóður ÍBH styrkti þær til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 70.000 hvora.