18 keppendur frá ÍBH á Smáþjóðaleikunum 2019

Smáþjóðaleikarnir 2019 fóru fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí til 1. júní. Að þessu sinni sendi Ísland 185 manns á leikana þar af 120 keppendur. Átján keppendur komu frá aðildarfélögum ÍBH.

Einn keppandi frá borðtennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar

Magnús Gauti Úlfarsson keppti í einliðaleik og liðakeppni. Hann vann eina leikinn sem íslensku leikmennirnir unnu á Smáþjóðaleikunum þegar hann lagði Frederico Giardi frá San Marínó í riðlakeppninni i einliðaleik karla.

Sjö sundmenn frá Sundfélagi Hafnarfjarðar

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir sem synti 50m skriðsund á tímanum 26.15 sek (3. sæti), 100m skriðsund á tímanum 58.21 sek (4. sæti),  50m flugsund á tímanum 28.31 sek (3. sæti) og 100m flugsund á tímanum 1:04.40 mín (4. sæti). Kolbeinn Hrafnkelsson sem synti  50m baksund á tímanum 26.33 sek (1. sæti), 100m baksund á tímanum 58.78 sek (5. sæti) og 50m flugsund á tímanum 25.71 sek (7. sæti). Dadó Fenrir Jasmínuson sem synti 50m skriðsund á tímanum 23.15 sek (3. sæti), 100m skriðsund á tímanum 52.94 sek (9. sæti), 50m flugsund á tímanum 25.79 sek (9. sæti) og 100m flugsund á tímanum 58.32 sek (6. sæti). María Fanney Kristjánsdóttir sem synti 200m flugsund á tímanum 2:23.85 mín (5. sæti), 200m fjórsund á tímanum 2:25.38 mín (7. sæti) og 400m fjórsund á tímanum 5:04.39 mín (3. sæti). Anton Sveinn McKee sem synti 50m bringusund á tímanum 27.93 sek (1. sæti), 100m bringusund á tímanum 1:00.33 mín (1. sæti) og 200m bringusund á tímanum 2:10.41 mín (1. sæti). Katarína Róbertsdóttir sem synti 50m skriðsund á tímanum 27.83 sek (9. sæti), 100m skriðsund á tímanum 1:01.30 mín (sæti vantar), 50m flugsund á tímanum 29.45 sek (8. sæti) og 100m flugsund á tímanum 1:05.54 (7. sæti). Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir sem synti 50m bringusund á tímanum 34.42 sek (5. sæti), 100m bringusund á tímanum 1:14.48 mín (3. sæti) og 200m bringusund á tímanum 2:43.22 mín (6. sæti). Kolbeinn, Dadó Fenrir, Jóhanna Elín, Katarína og Anton Sveinn syntu auk þess í boðsundssveitum með góðum árangri.

Fimm keppendur í frjálsíþróttum frá frjálsíþróttadeild FH

María Rún Gunnlaugsdóttir kastaði 46.72m í spjótkasti (2. sæti), stökk 1.74m í hástökki (4. sæti) og hljóp 100m grindahlaup á tímanum 14.65 sek (3. sæti). Kormákur Ari Hafliðason hljóp 400m á tímanum 49.44 sek (5. sæti). Kristinn Torfason stökk 6.79m í langstökki (5. sæti). Þórdís Eva Steinsdóttir hljóp 400m hlaup á tímanum 56.39 sek (1. sæti). Kristín Karlsdóttir kastaði kringlunni 49.77m (3. sæti). Þórdís Eva, María Rún, Kormákur Ari og Kristinn hlupu auk þess boðhlaup með góðum árangri.     

Fimm keppendur í körfuknattleik frá körfuknattleiksdeild Hauka

Kvennaliðið endaði í 2. sæti á mótinu með þeim Sigrúnu Björgu Ólafsdóttur og Þóru Kristínu Jónsdóttur. Karlaliðið endaði í 3. sæti á mótinu með þeim Hjálmari Stefánssyni, Hilmari Smára Henningssyni og Breka Gylfasyni.

Myndin er frá setningu leikanna.