Sara Rós og Nicolo á EM í standard og EM í 10 dönsum
Dansararnir Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í standard dönsum sem fór fram 11. maí 2019 í borginni Salaspils í Lettlandi. Þau komust áfram í aðra umferð og enduðu í 43. – 49. sæti á mótinu. Sara Rós og Nicolo tóku einnig þátt í Evrópumeistaramótinu í 10 dönsum sem fór fram í borginni Kosice 7. júní 2019 í Slóvakíu. Keppnin hófst með latín dönsum og stefndu þau að því að komast í úrslit, en því miður tókst það ekki. Þau enduðu í 8. sæti á mótinu. Afrekssjóður ÍBH styrki þau um kr. 70.000 hvert á verkefni. Myndin er af parinu í keppni.