Bjarni, Jakob og Birgir á HM U-21 í handknattleik

FH-ingarnir Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Jakob Martin Ásgeirsson og Birgir Már Birgisson tóku þátt á heimsmeistaramótinu í flokki U-21 í handknattleik í borginni Vigo á Spáni dagana 15. júlí – 29. júlí 2019. Liðið lék um 13. sætið á mótinu við Serbíu og tapaði 24-22. Að þessu sinni vantaði marga öfluga leikmenn í íslenska liðið vegna meiðsla. Bjarni Ófeigur spilaði stöðu vinstri skyttu og var markahæsti leikmaður liðsins. Jakob Martin lék í stöðu vinstri hornamanns var einnig meðal markahæstu manna liðsins. Hægri hornamaðurinn Birgir Már var valinn í verkefnið en gat því miður ekki leikið með liðinu vegna meiðsla. Afrekssjóður ÍBH styrkti hvern þeirra að upphæð kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndirnar eru af Bjarna Ófeigi, Jakobi Martini og Birgi Má.