Alexandra og Berta á EM U-19 í handknattleik
Handknattleikskonurnar Alexandra Líf Arnarsdóttir og Berta Rut Harðardóttir út Knattspyrnufélaginu Haukum tóku þátt í Evrópumeistaramóti U-19 í handknattleik í borginni Varna í Búlgaríu dagana 12. – 22. júlí 2019. Íslenska liðið vann síðasta leik sinn 21. júlí sl. á móti Grikklandi og endaði í 5. sæti sem verður að teljast mjög góður árangur. Afrekssjóður ÍBH styrkti þær til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 70.000 hvora. Með fréttinni er mynd af liðinu Alexandra Líf er nr 9 og Berta Rut er nr 28.