Darri, Andri og Orri á HM U-21 í handknattleik
Darri Aronsson, Andri Scheving og Orri Freyr Þorkelsson leikmenn Knattspyrnufélagsins Hauka tóku þátt á heimsmeistaramótinu í flokki U-21 í handknattleik í borginni Vigo á Spáni dagana 15. júlí – 29. júlí 2019. Í 16 liða úrslitum lék liðið um 9. – 16. sæti á mótinu, það tapaði fyrir Serbum og endaði í 14. sæti. Afrekssjóður ÍBH styrkti hvern þeirra að upphæð kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin með fréttinni er af liðinu.