Jakob, Kristófer og Guðmundur á EYOF U-17 í handknattleik
Leikmenn Knattspyrnufélagsins Hauka, þeir Jakob Aronsson, Kristófer Máni Jónasson og Guðmundur Bragi Ástþórsson tóku þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í flokki U-17 í handknattleik dagana 19. – 28. júlí 2019 í borginni Bakú í Azerbaijan. Liðið lék 3 leiki í sínum riðli, unnu einn, töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli. Liðið varð í 3. sæti í riðlinum og spilaði um 5. sætið við Slóveníu og vann þann leik. Afrekssjóður ÍBH styrkti þá til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 70.000 hvern. Myndin með fréttinni er af liðinu.