Þórdís og Valdimar á EM U-20 í frjálsíþróttum
Þórdís Eva Steinsdóttir og Valdimar Hjalti Erlendsson frjálsíþróttafólk úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar kepptu á Evrópumeistaramóti U-20 dagana 18. – 21. júlí 2019 í Boras í Svíþjóð. Þórdís keppti í 400m hlaupi á mótinu og hljóp á 56,70 sek. sem gaf henni 7. sæti í sínum riðli og 26. sæti í heildina. Valdimar keppti í kringlukasti og kastaði 56,04m í undankeppni. Í úrslitakeppninni kastaði hann 55,75m og endaði í 12. sæti. Afrekssjóður ÍBH styrkti þau að upphæð kr. 70.000 hvort til þátttöku í verkefninu. Myndirnar með fréttinni eru af Þórdísi og Valdimar í keppni.