Einar og Sigurður á HM U-19 í handknattleik
Handknattleiksmennirnir Einar Örn Sindrason og Sigurður Dan Óskarsson úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt á heimsmeistaramótinu U-19 dagana 5. – 19. ágúst 2019 í borginni Skopje í Makedóníu. Einar er miðjumaður og stýrði leik íslenska liðsins af festu. Hann stóð sig með mikilli prýði á mótinu, var m.a. með markahærri leikmönnum og var öruggur á vítalínunni. Sigurður er markvörður og varði vel á mótinu með rúmlega 30% markvörslu og vakti athygli fyrir að verja mörg vítaskot á mótinu. Íslenska liðið endaði í 8. sæti á mótinu eftir 4 marka tap gegn Spánverjum í loka leiknum. Afrekssjóður ÍBH styrkti þá hvorn um kr. 70.000 til þátttöku í mótinu. Myndirnar með fréttinni eru af Einari og Sigurði.