Guðrún Edda á EYOF í áhaldafimleikum
Guðrún Edda Min Harðardóttir fimleikakona Fimleikafélaginu Björk tók þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í áhaldafimleikum í Baku í Azerbaijan dagana 21. -27. júlí 2019. Guðrún Edda keppti í fjölþraut, stóð sig vel og öðlaðist mikilvæga keppnisreynslu. Fékk 40,050 stig og endaði í 73. sæti á mótinu. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana um kr. 70.000 til þátttöku í mótinu. Myndin er af Guðrúnu Eddu í keppni.